fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ekki á dagskrá að lagfæra versta veg Íslands – Kostar 3.5 milljarða – Kvíðnir krakkar kasta upp á meðan

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. september 2019 13:55

Ekki liggur fyrir hvort Vatnsnesvegurinn samanstandi að mestu úr mold eða holum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðvegur 711, Vatnsnesvegurinn svokallaði í Húnaþingi vestra, hefur ósjaldan ratað í fréttir vegna slæms ásigkomulags. Börn í skólarútunni sem fer um veginn hafa kastað upp á leið í skólann vegna hristings og segjast upplifa kvíða við að fara í skólann sökum þessa. Er málið sagt eiga heima hjá barnaverndaryfirvöldum, samkvæmt ályktun íbúafundar, en foreldrar eru uggandi um ástandið og íhuga að hætta að senda börn sín í skólann. Í vikunni sáu bílstjórar skólarútunnar sig knúna til að lengja áætlaðan aksturstíma um 10 mínútur, því rútan þarf að fara svo hægt yfir vegna ástands hans.

Bílar skemmast

Viðhaldskostnaður bíla á svæðinu er einnig sagður hafa hækkað mikið, þar sem bremsubúnaður og höggdeyfar þola illa að keyra veginn, þó svo Vegagerðin hafi lagt til lækkun á hámarkshraða niður í 30 kílómetra á klukkustund.

Íbúar á Hvammstanga og á Vatnsnesinu eru orðnir langþreyttir á ástandinu og hafa haldið mýmarga fundi um málið, en þingmenn kjördæmisins eru sagðir sýna lítil viðbrögð, sem og ferðaþjónustuaðilar og félagasamtök í heimabyggð.

Hár kostnaður

Samkvæmt Gunnari H. Guðmundssyni, svæðisstjóra Vegagerðarinnar á Akureyri, hefur tekist að hafa gott malarslitlag á veginum, en erfitt sé að eiga við náttúruöflin. Hann segir við Morgunblaðið í dag að ómögulegt sé að halda veginum við í rigningatíð, þar sem umferðin sé þung og í rauninni er Vatnsnesvegurinn með umferðarþyngstu malarvegum á landinu, en 400 bílar fara um Vatnsnesið á sólarhring að jafnaði á sumrin.

Vegagerðin telur ekki hægtað takmarka umferðina um veginn, eina lausnin sé að byggja veginn upp, leggja tvöfalt slitlag, breikka hann, rétta úr hlykkjum og hæðajafna.

Samkvæmt grófri kostnaðaráætlun gæti heildarkostnaðurinn numið 3.5 milljörðum króna. Framkvæmdin er þó ekki á dagskrá í samgönguáætlun, en heimamenn þrýsta nú stíft á um að framkvæmdin verði sett inn við endurskoðun áætlunarinnar í haust.

Sjá nánar: Versti vegur Íslands nær ekki athygli þingmanna kjördæmisins – Kvíðin börn í skólabílnum kasta reglulega upp vegna hristings

Sjá nánar: Vegurinn svo slæmur að börnin kasta upp í skólaakstri og upplifa kvíða:„Má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“