fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Yfirstjórnendur lögreglunnar skipaðir án auglýsingar – Bróðir ráðherra meðal þeirra

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2019 11:04

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm af tíu yfirstjórnendum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegna stjórnunarstöðu sem þeir fengu án auglýsingar. Það er Stundin sem greinir frá þessu.

Mikið hefur verið um hrókeringar innan lögreglunnar en flestir þessara yfirstjórnenda voru fluttir úr einu embætti yfir í annað á grundvelli 36. greinar starfsmannalaga.

Stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, getur flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir það. Enn fremur getur stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lýtur öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því.

Greint er frá því í Stundinni að GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hafa gagnrýnt það ítrekað að „handvalið“ sé í stöður innan lögreglunnar á Íslandi.

„Stuðla að óróleika“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sendi starfsmönnum lögreglunnar tölvupóst í vor, samkvæmt frétt Stundarinnar. Þar kom fram að búast mætti við ýmsum breytingum þegar kemur að yfirmannsstöðum innan lögreglunnar.

„Eins og þið þekkið eru breytingar og auglýsingar á yfirmannsstöðu, sérstaklega vel til þess fallnar að stuðla að óróleika hjá embættinu,“

Sigríður bætir því við að yfirstjórnin hefði „ákveðið að bíða með að festa stöður og setja frekar eða flytja í samræmi við starfsmannalög þar sem vantar tímabundið að losa álag, vinna betur með hverja einingu og fá reynslu á hvort viðkomandi breytingar skili þeim árangri sem að er stefnt.“

Yfirstjórnendurnir sem voru ráðnir án auglýsingar

Ásgeir Þór Ásgeirsson – Yfirlögregluþjónn

Helgi Valberg Jensson – Aðallögfræðingur

Karl Steinar Valsson – Yfirlögregluþjónn

Sigríður Björk Guðjónsdóttir – Lögreglustjóri

Theodór Kristjánsson – Yfirlögregluþjónn

Bróðir ráðherra skipaður án auglýsingar

Stundin vekur athygli á því að það var Hanna Birna Kristjánsdóttir sem skipaði Sigríði Björk Guðmundsdóttur sem lögreglustjóra en Hanna var þá innanríkisráðherra. Málið vakti athygli þar sem staðan var ekki auglýst til umsóknar en Sigríður var flutt í embættið sem fyrr segir á grundvelli 36. greinar starfsmannalaga. Það vekur athygli að einn af þeim sem fengu yfirmannsstöðu hjá lögreglu án auglýsingar er Theodór Kristjánsson, bróðir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Þegar Sigríður Björk var skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu stóð lekamálið sem hæst en síðar kom í ljós að Sigríður hafði, sem lögreglustjóri á Suðurnesjum, átt í samskiptum við aðstoðarmann ráðherra og sent honum trúnaðargögn um hælisleitendur. Sigríður upplýsti hvorki lögreglu né ákæruvaldið um samskipti sín við aðstoðarmanninn en upplýsingarnar hefðu getað komið rannsakendum að gagni. Í frétt Stundarinnar kemur fram að þetta hafi ollið óánægju innan lögreglu þar sem mörgum fannst það undarlegt að vera undirmenn einhvers sem hafði haldið upplýsingum leyndum fyrir lögreglu mánuðum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans