fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Filippseyskar konur eiga að leysa flugmannaskort í Asíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 20:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill vöxtur í ferðamannaiðnaðinum í Asíu og samhliða því er farið að bera á skorti á flugmönnum. Á Filippseyjum er nú unnið hörðum höndum að því að fá fleiri konur til að leggja stund á flugnám til að mæta flugmannsskortinum.

Bloomberg skýrir frá þessu. Miðað við spár þá mun verða mikill skortur á flugmönnum. Boeing telur að þörf sé fyrir 266.000 flugmenn til viðbótar í Asíu fram til 2038. Nú þegar er farið að bera á skorti vegna vaxtar í ferðamannaiðnaðinum sem er meiri í Asíu en annarsstaðar í heiminum. Vöxturinn er svo mikill að flugfélögin geta ekki annað eftirspurn.

Skortur á flugmönnum er nú þegar farinn að valda því að flugfélög þurfa að fella niður ferðir og önnur eru byrjuð með sitt eigið flugmannsnám til að tryggja sér fleiri flugmenn.

Hjá Alpha Aviation Group, sem er stærsti flugmannsskólinn á Filippseyjum, er nú reynt að fá konur til að stunda flugmannsnám. Á brattann er að sækja miðað við stöðuna núna því aðeins einn af hverjum fimm nemendum eru kvenkyns. Á heimsvísu eru 3 prósent flugmanna konur.

Talsmenn skólans að mesta áskorunin sé að takast á við þá útbreiddu skoðun landsmanna að það séu aðeins karlmenn sem geta sótt um að komast í flugnám. Filippseyingar tala almennt góða ensku og það veitir góða möguleika til að mennta flugmenn sem geta starfað víða um heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
Pressan
Í gær

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Í gær

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi

Danmörk – Játar að hafa banað nýfæddu barni sínu – Í annað sinn sem hún tengist máli af þessu tagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu