fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Eyþór um blöðrur Lífar: Mun stærri vandamál sem steðja að heiminum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 14:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hefur lagt til innan meirihlutans í borgarstjórn að banna notkun á helíumblöðrum, til dæmis á hátíðisdögum. Vill hún einnig að Alþingi taki málið upp og bannið verði á landsvísu. RÚV greinir frá.

Rökin fyrir banninu eru heimsskortur á helíumi, en gastegundin er helst notuð sem kælivökvi á segulómunartæki, til rannsóknarstarfa, til dæmis í heilbrigðisgeiranum, við veðurathuganir og í geimvísindum. Mosfellsbær hefur þegar bannað helíumblöðrur samkvæmt umhverfisstefnu sinni.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur málið þó ekki í forgangi:

„Það eru mun stærri vandamál en helíumblöðrur sem steðja að heiminum í dag. – Það væri nær að taka á þeim. Sorpa og Reykjavíkurborg gætu t.d. gert miklu betur í flokkun og endurvinnslu. Bjóða fólki upp á gott aðgengi fyrir flokkað rusl. Og passa upp á verkefni SORPU sem hafa farið í vitleysu. Það er að minnsta kosti eitthvað blöðrulegt við þetta.“

Ekki miklar áhyggjur

Einar Arnarson, eigandi Hókus Pókus, er einn fjölmargra sem selja helíumgaskúta og blöðrur fyrir ýmiskonar viðburði, eins og barnaafmæli. Kostar rúmlega 2 lítra helíumkútur 5.500 krónur, sem dugar í um 30 blöðrur. Hann segir við Eyjuna að helíum bann myndi ekki hafa teljandi áhrif á reksturinn:

„Ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þessu. Þetta er nú ekki það stór hluti af starfseminni. Mér finnst reyndar skrítið að það sé skortur á þessari gastegund þar sem verðið er ekki hærra en það er, maður hefði haldið að það væri hærra ef það er skortur. En annars myndi slíkt bann ekki hafa teljandi áhrif held ég,“

sagði Arnar.

Fylgjandi banni

Ísaga er einn stærsti söluaðili á helíum gasi hér á landi, ef ekki sá stærsti. Eggert Eggertsson, öryggisfulltrúi fyrirtækisins, segir að Ísaga muni ekki mótmæla slíku banni:

„Helíum er mjög lítill þáttur í starfsemi okkar, það aðallega notað til rannsókna á veðurfari og á rannsóknarstofum sem burðargas,“

segir Eggert og útskýrir að skorturinn sé tilkominn vegna átaka og stjórnmáladeilna fyrir botni Miðjarðarhafs:

„Við erum ekki að stjórna notkuninni á gasinu hér heima með verðstýringu. Skorturinn er kominn til vegna þess að helíum er aukaafurð við olíuframleiðslu úr iðrum jarðar, þar sem finna má aðrar gastegundir, eins og metan. Og vegna pólitíkur og átaka er búið að loka olíulindum, til dæmis í Sádi Arabíu og Jemen, en Sádar hafa stöðvað dreifingu þess.“

Skaðar umhverfið og mögulega raddböndin

Eggert segir slíkt bann í anda öryggis- og umhverfisstefnu fyrirtækisins:

„Að blása gasinu í plastblöðrur sem loks springa með þeim afleiðingum að plastið fellur til jarðar og tekur áratugi að brotna niður, er ekki tilgangur okkar, þó svo við seljum gasið til slíkra aðila. Einnig eru áhöld uppi um hvort gasið sé mögulega skaðlegt raddböndunum, en það er jú vinsælt að anda þessu að sér til að hækka róminn. En við útöndun titra raddböndin á mun hærri tíðni en eðlilegt þykir og einhverjir vilja meina að það geti verið skaðlegt, án þess að eitthvað liggi fyrir um það. Þess vegna værum við fylgjandi banni á helíumblöðrum, ef það kæmi til,“

segir Eggert.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka