fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. september 2019 10:20

Líneyk Anna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessu þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Í ályktuninni er lagt til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðaráætlun í 7 liðum, til að styrkja lagaumgjörð og reglur um ráðstöfun og nýtingu auðlinda á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna, eins og segir í tillögunni.

Markmiðið er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli og fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu í landinu.

Framboðið á Íslandi nær til yfir 500 milljón manns

Vitað er að breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe eigi um 1% af jörðum á Íslandi, en mýmargir útlendingar eiga hér jarðir. Framsókn bendir á að Ísland sé aðgengilegt á markaði fyrir mun fleiri en æskilegt sé:

„Gildandi lagaumhverfi leiðir af sér að rúmlega 500 milljón manns geta keypt land og aðrar fasteignir hér á landi með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar þar sem meginregla laga um eignarrétt og afnotarétt að fasteignum, nr. 19/1966, um að sá sem vill eignast land á Íslandi verði að vera íslenskur ríkisborgari eða með lögheimili á Íslandi nema dómsmálaráðherra veiti undanþágu frá því skilyrði laganna á ekki við um einstaklinga sem búsettir eru í ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Flutningsmenn telja brýnt að settar verði reglur um að skilgreind tengsl við Ísland séu forsenda fyrir eignarhaldi á jörðum hér á landi enda hefur ásókn fólks sem ekki er búsett á Íslandi eftir eignarhaldi á jörðum aukist á síðustu árum,“

segir í greinargerðinni og nefnt að dæmi séu um að sami aðili eigi fjölda jarða og óljóst sé um eignarhaldið:

„Sjaldnast fylgja þar áform um landnýtingu, þó e.t.v. að eiga mannvirki, t.d. sumarbústað, á jörð og nýta sem orlofshús auk þess að hafa tekjur af veiðiréttindum. Fari jörð í eyði hefur það víðtækar afleiðingar fyrir samfélagið í heild og raskar samfélagsgerð þar sem síst skyldi. Verðmæti eins og húsnæði og ræktun tapast og vegir og dreifikerfi rafmagns og fjarskipta veikjast.“

Tillagan er sögð falla vel að markmiði ríkisstjórnarinnar um að setja skilyrði um kaup á landi.

Líneik Anna Sævarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar og meðflutningsmenn eru Halla Signý Kristjánsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Willum Þór Þórsson og Þórarinn Ingi Pétursson. Tillagan er á dagskrá Alþingis í dag 19. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“
EyjanFastir pennar
Í gær

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“