Ross Barkley er langt frá því að vera vinsæll hjá stuðningsmönnum Chelsea þessa stundina. Chelsea fékk vítaspyrnu undir lok leiksins gegn Valencia en liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu í gær.
Valencia komst í 1-0 með marki frá Rodrigo og ekki löngu seinna fékk Chelsea vítaspyrnu. Flestir bjuggust við að Jorginho myndi taka vítið enda er hann gríðarlega öruggur á punktinum. Willian var á sama máli og Barkley og ætlaði einnig að taka spyrnuna. Barkley sagði þó nei og ákvað að taka spyrnuna. Barkley heimtaði hins vegar að fá að taka spyrnuna þrátt fyrir að hafa ekki skorað í 17 leikjum.
Barkley steig á punktinn og skaut í slá og eru margir stuðningsmenn öskuillir eftir þessa frekju enska landsliðsmannsins. Tammy Abraham, framherji liðsins ætlar að taka reiðina út á Liverpool.
,,Sunnudagurinn reynir á karakter okkar, við ætlum að taka út reiðina gegn Liverpool,“ sagði Abraham eftir tapið í gær.
,,Þetta er stórleikur, bæði lið sækja stil sigurs. Við ætlum að kvitta fyrir þetta tap í gær. Meistardeildin var bara að byrja, við erum vel reiðir eftir þetta tap. Við verðum bara að vinna næstu fimm leiki í riðlinum.“