fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir Sigmund og Davíð vera fórnarlömb vísindanna – „Samsæri í hverju horni“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 18. september 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, fjallar um þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins og Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Tilefnið er grein Sigmundar á laugardag í Morgunblaðinu, og ræða hans um stefnuræðu forsætisráðherra, hvar hann sagði Alþjóða-veðurfræðistofnunina (WMO) vara við ofstæki í loftlagsmálum og að það væri rangt hjá Katrínu Jakobsdóttur að fellibyljir væru tíðari og öflugri en áður vegna hamfarahlýnunar:

„…kvart­ar hann sár­an und­an lofts­lags­vís­ind­un­um. Hann sér sam­særi í hverju horni gegn þeim sem „vilja leysa mál­in með hliðsjón af vís­ind­um og al­mennri skyn­semi“, og sæti fyr­ir það for­dæm­ingu, svo sem fyr­ir að „ef­ast um ofs­ann“. Þess­ir efa­semd­ar­menn séu úti­lokaðir og „for­dæmd­ir sem villu­trú­ar­menn“. Hann er aug­sýni­lega fórn­ar­lamb lofts­lags­vís­ind­anna,“

segir Árni og hefst við að hrekja málflutning Sigmundar:

„Það er með ólík­ind­um að WMO hafi gefið út slíka viðvör­un þvert á yf­ir­lýsta stefnu Sam­einuðu þjóðanna, enda reynd­ust heim­ild­ir ræðumanns um þetta einkar ótraust­ar. Furðu sæt­ir raun­ar að alþing­ismaður og formaður stjórn­mála­flokks gíni við slíku og flytji í ræðu á Alþingi. Þá ligg­ur beint við að skilja um­mæli hans um felli­bylji svo að þau séu einnig úr ranni WMO, sem er auðvitað frá­leitt.

Í yf­ir­lýs­ingu sem fram­kvæmda­stjóri WMO, Petteri Taalas, sendi frá sér dag­inn eft­ir kann­ast hann ekki við að hafa látið þau orð falla sem Sig­mund­ur Davíð hef­ur eft­ir hon­um. Í yf­ir­lýs­ing­unni legg­ur fram­kvæmda­stjóri WMO áherslu á þetta: „Til þess að hindra að hita­stig í heim­in­um auk­ist um minna en 2 gráður á Celsius miðað við fyr­ir iðnbylt­ingu þarf að þre­falda aðgerðir [til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda]. Og til að koma í veg fyr­ir hlýn­un um­fram 1,5 gráður þarf að fimm­falda þær.“

Í viðtali við frétta­stofu RÚV á föstu­dag­inn bætti fram­kvæmda­stjór­inn svo um bet­ur og full­yrti að um­mæli hans í finnsk­um fjöl­miðlum hefðu „vís­vit­andi verið rangtúlkuð af þeim sem ef­ast um að lofts­lags­breyt­ing­ar séu af manna­völd­um“.

Davíð Oddsson fullur vandlætingar

Árni tekur einnig Davíð Oddsson, ritstjóra Morgunblaðsins fyrir, en Davíð, líkt og oft áður, tók upp hanskann fyrir Sigmund í sínum skrifum:

„Annað fórn­ar­lamb vís­ind­anna er rit­stjóri Morg­un­blaðsins sem í leiðara sl. föstu­dag ber sig illa, líkt og oft áður, yfir því að þeim sem ef­ast um takt­inn í lofts­lags­breyt­ing­un­um hafi „í vax­andi mæli [þótt] ör­ugg­ara að hafa lágt um sig og geyma [gagn­rýn­ar spurn­ing­ar] hjá sér þar til ofsa­feng­in umræðan hefði náð há­marki og efa­semd­ir um há­vær­ustu kenn­ing­arn­ar þættu ekki til marks um mann­vonsku og glæpi í senn. Kæti rit­stjór­ans varð því næsta tak­marka­laus þegar Sig­mund­ur Davíð af­hjúpaði að fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaveður­fræðistofn­un­ar­inn­ar hefði lýst áhyggj­um sín­um yfir of­stæki þeirra sem lengst vildu ganga til að hægja á lofts­lags­breyt­ing­um. „Er mönn­um nóg boðið?“ spurði rit­stjór­inn full­ur vand­læt­ing­ar í fyr­ir­sögn og vænti tíma­móta í umræðunni. Þau tíma­mót eru ekki á næsta leiti, því öf­ugt við það sem rit­stjór­inn held­ur fram er fram­kvæmda­stjóri WMO ekki einn þeirra sem hann reyndi að verja í leiðara sín­um á föstu­dag­inn: Efa­semd­ar­menn sem að ósekju hefðu verið upp­nefnd­ir „af­neit­un­ar­menn,“ fyr­ir það eitt að „leyfa sér að spyrja um raun­veru­leg­ar rök­semd­ir [og sem] væru með því at­ferli að leggja sitt af mörk­um til að jörðin tor­tímd­ist“.“

segir Árni.

Davíð hafði vitneskju frá byrjun

Árni nefnir einnig að ekkert fái því breytt, hvorki raunveruleg rök né falsfréttir, að í skýrslu milli­ríkja­nefnd­ar Sam­einuðu þjóðanna um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC) árið 1995 hafi komið fram að hlýnun jarðar valdi loftslagsbreytingum og afleiðingarnar geti orðið skelfilegar.

Þetta hafi verið tekið saman í minnisblaði til þáverandi umhverfisráðherra í ríkisstjórn Íslands í janúar 1996 og því hefði Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, átt að hafa vitneskju um hinar vísindalegu staðreyndir í málinu frá upphafi:

„Rit­stjóri Morg­un­blaðsins hafði greiðan aðgang minn­is­blöðum ráðherra um miðbik tí­unda ára­tug­ar síðustu ald­ar. Sá hann þá ein­hver raun­veru­leg rök sem mæltu gegn því að þær upp­lýs­ing­ar sem fram komu í minn­is­blaðinu stæðust? Tel­ur hann að fram­kvæmda­stjóri WMO, Petteri Taalas, hafi rangt fyr­ir sér um að fimm­falda verði aðgerðir alþjóðasam­fé­lags­ins til að tak­marka hlýn­un jarðar við 1,5°C? Tel­ur rit­stjór­inn að unnt sé að beita „raun­veru­leg­um rök­semd­um“ gegn því að súrn­un sjáv­ar um­hverf­is Ísland mæl­ist hröð og sé hættu­leg líf­rík­inu? Ef svo er – hvar eru rann­sókn­arniður­stöður þeirra vís­inda­manna sem þessa dag­ana liggja lágt vegna ótta við for­dæm­ingu?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“