fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

2018 þarf ekki að vera eins og eftirlitslaust unglingapartí

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 29. desember 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir tala um að 2017 sé búið að vera meira góðærisár en hið eftirminnilega 2007. Reyndar myndi ég segja að það hafi verið miklu betra og ástæðurnar eru nokkrar.

Ein er til dæmis sú að peningarnir sem komu í kassann á þessu ári voru raunverulegir peningar en ekki uppspuni manískra bankamanna. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar á þessu ári hafi verið um 535 milljarðar. Takk, túristar!

Svo grunar mig að við höfum tekið út smá þjóðarþroska eftir hrunið. Margir lærðu t.d. að slaka á visa-rað, kaupa notað, gera upp, taka nesti með í vinnuna, hjóla í stað þess að keyra … svona þetta helsta sem aðrir Norðurlandabúar hafa gert árum saman. Enda almennt félagslega þroskaðri en við.

Frónbúar rifust samt ekkert minna árið 2017 enda „trade mark“ eyjarskeggja að vera sjálfum sér sundurþykkir. Auðvitað hentum við í enn eina pop-up kosninguna, – en vona ekki flestir að þetta sé komið gott? Blái og græni liturinn blandast nokkuð vel. Vinsti og hægri. Kata og Bjarni. Grænblá eins og Atlantshafið.

Viðmiðin hafa líka breyst. Árið 2007 lærðum við til dæmis að taumlaus frjálshyggja er ekki endilega besta hugmyndin. Þótt frelsið sé mjög yndislegt þá þurfum við hvatvísu eyjarskeggjarnir smá skynsemi og aðhald. Annars er hætt við að allt fari úr böndunum eins og eftirlitslausa unglingapartíið hjá Freysa vini mínum árið 84. Það var nú meira flippið! Manndómsvígsla. Menn héldu ekki svona partí aftur. Að minnsta kosti ekki þessi árgangur. Við lærðum af reynslunni. Tókum út þroska.

Fram undan eru góðir tímar. Við þurfum ekki að þreyja þorrann. Þurfum ekki að hala manískt í sarpinn eins og trylltur hamstur með troðfullar kinnar. Með smá skynsemi getum við leyft okkur að reikna með því að góðærið endist lengur. Gerum það bara en munum að kapp er best með forsjá.

Gleðilegt 2018!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“