,,Það er brjálað veður hérna við Fossála og nánast hættulegt að sveifa flugustönginni,“ sagði Ásgeir Ólafsson er við heyrum í honum á laugardaginn við Fossálana við Kirkjubæjarklaustur, en þá var hvasst og það tók í i veiðiskapnum á svæðinu.
,,Ég fékk einn 81 sentimetra og annan 80 sentimetra. Bróðir minn missti tvo fiska. Hérna er áin aðeins lituð núna en það eru komnir 22 sjóbirtingar á land,“ sagði Ásgeir ennfremur.
Sjóbirtingstíminn er að byrja á fullu þessa dagana og fiskurinn er að hellast inn. Í Tungulæk hefur verið frábær veiði og mokveiði einhverja dagana.
Mynd: Ásgeir Ólafsson með birtingana sem hann veiddi á laugardaginn í miklu roki.