fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Mynd dagsins: Nýr eigandi WOW Air flýgur um í Icelandair: „Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. september 2019 15:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þið eigið einstaka menningu og hér er nýsköpun alls ráðandi. Það er kannski erfitt að koma á augu á það þegar maður býr hér, hvað þetta er eintök menning,“

Þetta sagði Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Ballarin eins og hún er einnig kölluð, á blaðamannafundi þegar tilkynnt var að USAerospace Associates LLC hafði fest kaup á eignum WOW Air úr þrotabúinu.

Þrátt fyrir að vera nýr eigandi WOW Air þá sást til Michele í flugvél samkeppnisaðilans, Icelandair. Vakin var athygli á þessu í Facebook hópnum Fróðleiksmolar um flug.

Á myndinni má sja Michele í góðu yfirlæti þar sem hún skartar WOW Air fjólubláum gleraugum og nýtur þess að horfa á afþreyingarefni á skjánum fyrir framan sig. Ef vel er að gáð má sjá að hún er með WOW Air flugvélamódel meðferðis. Það er ekki oft sem maður sér WOW Air flugvél fljúga með Icelandair.

Nokkrir meðlimir hópsins tjáðu sig um myndina í athugasemdunum fyrir neðan hana. Fólk furðaði sig á því að hún ferðaðist um á Economic farrými Icelandair en Michele situr við hliðina á neyðarútganginum.

„Hún velur neyðarútgang, treystir ekki Icelandair“

„Æjæj og í verstu sætunum í vélinni“

Aðrir hrósuðu henni fyrir að vera jarðbundin og ferðast um með fólkinu í stað þess að bruna um á einkaþotum.

„Flott hjá henni, vonandi gengur henni allt í haginn. Virðist vera jarðbundinn og röskur stjórnandi“

Hjörvar Örn Brynjólfsson, starfsmaður Icelandair, bendir síðan á það í athugasemd sinni að Icelandair bjóði alla velkomna.

„Það eru allir velkomnir og við þjónustum alla. Samkeppni er af hinu góða það er að segja sé hún á jafnréttisgrundvelli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Í gær

Kamala Harris býður sig fram til forseta

Kamala Harris býður sig fram til forseta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“

Ása og börnin boðuðu til blaðamannafundar – „Enginn vill trúa því að fjölskyldumeðlimur, pabbi þeirra, bróðir eða eiginmaður geti framið slík myrkraverk“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi vísar ásökunum um rasisma á bug og sakar Odd um atvinnuróg og dylgjur – „Þetta er lygi“

Helgi vísar ásökunum um rasisma á bug og sakar Odd um atvinnuróg og dylgjur – „Þetta er lygi“