,,Það er töluvert af fiski en hann er tregur, mest í báðum fossunum,“ sagði Raggi Sót þegar hann kastaði flugunni fyrir lax neðarlega í Brynjudalsá fyrir fáum dögum. Áin hefur ekki farið varðhluta af vatnsleysinu í sumar og var vatnslaus eins og fleiri ár á þessu svæði.
,,Ég er búin að veiða aðeins í sumar en oft veitt betur,“ sagði Raggi Sót og hélt áfram að kasta flugunni. Fiskurinn var ekki í tökustuði en hann var þarna.
Áin hefur gefið 40 laxa og eitthvað hefur fengist af silungi, líklega sjóbirtingur.
Mynd. Raggi Sót við veiðar í Brynjudalsá fyrir fáum dögum. Mynd G.Bender