Liverpool heimsækir Napoli í næstu viku þegar liðin mætast í Meistaradeild Evrópu.
Það verður hins vegar ekki fallegt ástand sem bíður félagsins í búningsklefum Napoli.
Napoli hefur spilað fyrstu tvo heimaleiki sína í ár á öðrum velli, verið er að laga klefana.
Verkið átti að taka stutta stund en núna eru liðnir meira en tveir mánuðir og langt er í land.
Ljóst er að ekki mun takast að fullklára klefana fyrir þriðjudaginn en vonandi lagast ástandið eitthvað.
Myndband af klefanum eins og hann var í gær er hér að neðan.
Queste le condizioni degli spogliatoi del Napoli dello stadio San Paolo, a 70 ore da #NapoliSampdoria, che hanno scatenato la reazione di @MrAncelotti contro Regione, Comune e Commissari. pic.twitter.com/YAROtscwIh
— Official SSC Napoli (@sscnapoli) September 12, 2019