fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Framúrkeyrslan við Klettaskóla nemur milljarði: „Nýtt Braggamál er hér á ferðinni en langtum stærra !!!“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, lagði fram bókun á fundi borgarráðs í dag þar sem hún leggur til að framúrkeyrsla vegna viðbyggingar og breytinga á Klettaskóla upp á rúmlega milljarð króna verði rannsakaður. Hún greinir frá þessu á Facebook:

„Framúrkeyrsla upp á milljarð í Klettaskóla – ég legg til rannsókn á verkinu öllu.“

Í bókun Vigdísar segir:

„Í fjárhagsáætlun 2013 var ráðstafað í viðfangsefnið viðbygging og breytingar í Klettaskóla 350 milljónum. Árið 2014 var ráðstafað 150 milljónum. Árið 2015 voru settar 325 milljónir. 2016 fóru 600 milljónir í verkið. 2017 var ráðstafað 900 milljónum. 2018 fóru 100 milljónir í verkið og í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir 100 milljónum.“

Fimm viðaukar upp á tæpan milljarð

Vigdís segir að á fundinum í dag hafi verið upplýst að fimm viðaukar hafi verið lagðir fram á árunum 2015-2018 að upphæð 940 milljónir króna:

„Stærsti hluti viðaukaheimilda kom inn á árinu 2018 eða 770 milljónir sem er athyglisvert þar sem einungis 100 milljónir fóru inn á verkið í fjárhagsáætlun fyrir það ár. Samþykktar fjárheimildir eru því 3.465 milljónir. Endalegur kostnaður varð hinsvegar 3.950 milljónir og vantar því samþykkt fyrir 485 milljónir í verkið. Allar mótbárur borgarinnar um að verkið hafi farið framúr kostnaðaráætlunum vegna þeirrar starfsemi sem í húsunum er meirihlutanum ekki til framdráttar. Enda ef svo væri myndi ríkið koma að þeim kostnaði en svo hefur ekki verið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir borgarinnar þar um. Viðbygging og breytingar á Klettaskóla fóru tæplega milljarð fram úr áætlun. Það er óhjákvæmilegt annað en að vísa því til Innri endurskoðenda Reykjavíkur að rannsaka verkið, eða þá hitt að fá óháða úttekt frá þar til bærum aðilum.“

Stærra en braggamálið

Vigdís greindi frá því í gær að hún hefði fengið svar við spurningum sínum varðandi verkefnið og sagði hún að málið væri stærri en braggamálið, sem fór um 450 milljónum fram úr áætlunum:

„Nú er komið svar við fyrirspurn minni úr framúrkeyrslu uppbyggingar Klettaskóla á vegur Reykjavíkurborgar – svarið er í borgarráðsgögnunum sem liggja fyrir fundinum á morgun

Nýtt Braggamál er hér á ferðinni – en langtum stærra …!!!

Spurningarnar eru svohljóðandi: 
1. Hver var upphafleg kostnaðaráætlun vegna Klettaskóla samtals?
2. Hver var endalegur kostnaður samtals?
3. Hver var kostnaðaráætlun og endanlegur kostnaður við eldra húsnæði Klettaskóla og hver var kostnaður pr m2 fyrir hverja einingu fyrir sig? a. Skólalóð? b. Kennslurými? c. Húnæði frístundaheimils og félagsmiðstöðvar? d. Starfsmannaaðstaða? e. Verkgreinastofur?
4. Hver var kostnaðaráætlun og endanlegur kostnaður við nýja uppbyggingu í Klettaskóla og hver var kostnaður pr m2 fyrir hverja einingu fyrir sig? a . Sundlaug? b. Íþróttahús? c. Dagþjónustu? d. Hjálpartækja- og geymslurými? e. Hvíldar- og slökunarrými? f. Önnur rými, s.s. rými fyrir blinda og sjónskerta, rými fyrir talþjálfun og rými fyrir tjáskiptatækni?
5. Hver var kostnaðaráætlun og endanlegur kostnaður við aðra sérhæfingu í Klettaskóla og hver var kostnaður pr m2 fyrir hverja einingu fyrir sig? a. Matsal í nýbyggingu? b. Lyftubúnað? c. Hljóðvist og lýsingu? d. Hurðir og annað öryggi?
6. Hver er kostnaðarhlutdeild ríkisins í verkinu öllu sundurgreint eftir verkefnum?
7. Var verkið boðið út í heild eða hluta?
8. Ef mikið misræmi er á milli kostnaðaráætlunar og endalegs kostnaðar hver er þá ástæðan?
9. Hver var eftirlits- og ábyrgðaraðili með verkinu?
10. Hefur Reykjavíkurborg greitt allar greiðslur sem undir verkið falla?“

 

Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur með þroskahömlun væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir, s.s. einhverfu, blindu, heyrnarleysi og alvarlega hreyfihömlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“