Nú er haustið skollið á og um að gera að gera vel við sig í ketóvænum mat. Hér eru til dæmis ketó fiskibollur sem eru algjört lostæti.
Hráefni:
800 – 1000 g þorskur/ýsa
1 laukur, smátt skorinn
2 egg
150 ml grísk jógúrt
1/3 bolli sesammjöl
¼ bolli sesamfræ
2 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. red pepper
safi úr hálfri sítrónu
lúka af fersku kryddi, ég notaði dill
Aðferð:
Fiskurinn hakkaður, ég notaði matvinnsluvél, og öllu blandað vel saman. Gott að geyma farsið í ísskáp í smástund. Bollurnar steiktar í glás af kókosolíu. Sesammjölið er frá Funksjonell og fæst í Systur og makar og víðar. Bollurnar eru æði með heimatilbúnu remúlaði.