fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Hatari fyrir héraðsdóm á fimmtudag – „Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. september 2019 21:15

Hatari er framlag Íslands í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitinni Hatara hefur verið stefnt fyrir samningsbrot og að sögn Wiktoriu Joanna Ginter verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Reyndar finnst málið ekki á máladagskrá Héraðsdóms fyrir fimmtudaginn í augnablikinu en hún verður væntanlega uppfærð.

Wiktoria er skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland. Wiktoria, sem hafði samband við DV vegna málsins, segir að samið hafi verið við Hatara í desember um að koma fram á hátíðinni. Nokkrum mánuðum seinna höfðu þeir öðlast heimsfrægð vegna þátttöku sinnar í Eurovision og þá segir hún að þeir hafi viljað fá meiri peninga fyrir að koma fram.

„Þeir eyðilögðu næstum hátíðina mína með græðgi sinni. Ég er með öll gögn hjá mér, samninginn og tölvupóstsamskipti,“ segir Wiktoria. Hún sagðist hins vegar ekki vilja senda DV þessi gögn, hún vildi frekar leggja þau fram í réttinum og blaðamenn gætu lagt mat á þau þar.

„Þegar ég sagði þeim að ég gæti ekki greitt þeim meiri peninga hættu þeir við og sökuðu mig um samningsbrot,“ segir Wiktoria.

Hátíðin fór fram dagana 20. – 24. ágúst og heppnaðist vel þrátt fyrir allt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans