fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Kynning

Sonax á bílinn fyrir veturinn

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 13. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsivörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum markaði í yfir 40 ár og er bæði mest selda og best þekkta bílhreinsivörumerkið á markaðinum. Sonax er margverðlaunað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi.

 

Hard Wax hreinsibón og lakkvari í einu

Þekktasta varan frá Sonax á íslenskum markaði er án efa Hard Wax sem hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenskar aðstæður. Hard Wax er frábært hreinsibón inn í t.d. öll föls, sem og á allan bílinn til þess að verja hann fyrir umhverfisáhrifum, tjöru og vegryki sem er sérlega mikilvægt áður en veturinn gengur í garð. Hard Wax hreinsar einnig vel tjöru af lakkinu og kemur þannig í stað tjöruhreinsis ásamt því að verja lakkið í leiðinni.

Úði+Vörn á alla fleti

Eftir að bíllinn hefur verið bónaður með Hard Wax er góð hugmynd að úða bílinn með vöru sem kallast Úði+Vörn. Sú vara er sérlega einföld í notkun og mjög notadrjúg. Hana má nota á alla fleti bílsins; lakk, gler og plast. Efnið veitir yfirborðsflötum fallegan gljáa, vatnsfráhrindandi yfirborð og endingargóða vörn gegn óhreinindum. Það kemur þannig í veg fyrir að þurfa að nota mikið af tjöruhreinsi yfir veturinn sem oft á tíðum fer illa með lakkið. Úði+Vörn er einnig frábært á felgurnar, sérstaklega álfelgur.

Felguhreinsir losar drullu úr bremsunum

Felguhreinsirinn frá Sonax er ein mest selda varan frá Sonax og þá ekki síst fyrir dekkjaskiptin. Fyrir veturinn er mikilvægt að vera ekki með bremsurnar fullar af ryki eða drullu. Felguhreinsirinn hreinsar það ásamt því að hreinsa felgurnar að sjálfsögðu. Hann er sýrufrír og hentar því vel á allar tegundir felga.

Sonax Frostvörn

Síðastliðinn vetur bættist svo við í úrvalið frá Sonax Frostvörn+Rúðuvökvi, sem hreinsar auðveldlega burt tjöru, sót, salt og önnur óhreinindi. Einnig hreinsar efnið rúðuna á skilvirkan hátt án þess að skilja eftir sig þurrkuför og skemmir ekki lakk, gúmmí eða plast. Hann inniheldur ethanól, en einnig glýserín sem lengir líftíma þurrkublaðanna. Þá hentar hann vel á jafnvel viðkvæmustu tegundir framljósa. Frostvörn+Rúðvökvi þolir frost allt að -20°C.

Vöruúrvalið frá Sonax er misjafnt milli verslana, en vörurnar frá Sonax fást í öllum helstu bensínstöðvum og matvöruverslunum, BYKO, Mótormax, Bílanaust, E.T., Toyota og Verkfæralagernum svo einhverjar séu nefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni