fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Vigdís um Stundina, RÚV og Gísla Martein: „Hjóla í persónu mína þegar rökþrot er“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 7. september 2019 11:36

Vigdís Hauksdóttir Mynd Ari Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, gagnrýnir Stundina, RÚV og Gísla Martein Baldursson, sjónvarpsmann, fyrir að ráðast á manninn, en ekki boltann, í umræðunni um gangandi vegfarendur og snjallvæðingu umferðarljósa.

Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag gagnrýndi Vigdís að gangandi vegfarendur nytu forgangs í Reykjavík og fékk hún nokkra gagnrýni fyrir:

„Eins og við vitum hefur stefna meirihlutans verið sú að gangandi vegfarendur njóti forgangs hér í umferðinni í Reykjavík. Finnst fólki það ekki óeðlilegt að gangandi vegfarendur hafi forgang hér í borginni þegar svo dýrt umferðarljósastýrikerfi er til staðar og á í raun og veru að flýta umferð um allt að 30 til 40 prósent?“

Stundin birti frétt um málið á vef sínum og Gísli Marteinn tísti um málið á Twitter:

Þetta hefur farið fyrir brjóstið á Vigdísi, sem segir í dag að Stundin hafi aðeins birt hluta ræðu hennar, þar sem hafi ekki hentað málstaðnum að birta þann hluta  ræðu hennar er fjallaði um að borgin hefði hafnað hugmyndum um göngbrýr við Hringbraut eftir mikla umræðu um málið þegar næstum varð slys á barni fyrr á árinu. Þá segir hún einnig að Gísli Marteinn komi fram pólitískum áróðri, þó svo hann sé starfsmaður RÚV, sem eigi að gæta hlutleysis:

 

„Starfsmaður/þáttastjórnandi RÚV lætur sitt ekki eftir liggja í pólitíkinni frekar en fyrri daginn

Hann titlar hann sig sem „sjónvarpsmann og óopinberan borgarfulltrúa í Reykjavík“ á twitter – hvar er nú hlutleysi RÚV?

Neyðarfundur var haldinn í fyrravetur þegar nánast var búið að keyra yfir barn á Hringbraut – borgin hafnar öllum hugmyndum um göngubrú eða undirgöngum á því svæði þrátt fyrir ítrekaðar óskir íbúa hverfisins þar um
Ég fór yfir það í ræðu minni – en auðvitað er það ekki birt í umfjölluninni – hentar ekki málstaðnum

Hér birtist enn á ný hin margnotaða uppskrift að hjóla í persónu mína þegar rökþrot er – það segir mér aðeins eitt – ég er á réttri leið
Eigið góðan laugardag :-)“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Ísland er „bucket list“ ferðamannastaður – tollar Trumps hafa takmörkuð áhrif
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dönum líkar ekki tónninn, utanríkisráðherra talar um áherzlubreytingar og forsætisráðherra treystir á vernd