,,Norðurá tók vel á móti mér,“ sagði Hafþór Óskarsson sem veiddi flottan lax skömmu eftir að hann mætti á bakka árinnar en áin er komin yfir 500 laxa og Hafþór er farinn af árbakkanum og mættur í Miðfjarðará.
Það er byrjað að rigna og á að rigna vel um helgina nokkuð sem veiðimenn er búnir að bíða lengi eftir. Það getur hleypt lífi í laxana sem eru mættir í ána og fleiri ár.
Staðan í dag er þannig að Eystri Rangá er á toppnum með 2800 laxa en síðan kemur Selá í Vopnafirði með 1400 laxa. Svo kemur Ytri Rangá með 1380 laxa, Miðfjarðará 1330 laxa og næst Þverá í Borgarfirði með 920 laxa. Þess má og geta að Urriðafoss í Þjórsá með 740 laxa.
En veiðin er farinn að styttast í annan endann en allt getur skeð ennþá og menn fengið vel í soðið.
Mynd. Lax kominn á land Urriðafossi í Þjórsá. Mynd Kalli