Liverpool hefur selt hinn efnilega Bobby Duncan til Ítalíu en þetta var staðfest í vikunni. Duncan er 18 ára gamall en hann sá það ekki fyrir sér að hann myndi fá að spila hjá Liverpool á tímabilinu.
Það var Fiorentina sem hafði betur í baráttunni um Duncan og kostar hann félagið 1,9 milljónir punda.
Liverpool mun einnig fá 20 prósent af næstu sölu leikmannsins sem kom frá Manchester City á fyrra.
Saif Rubie, umboðsmaður Duncan hjólaði í Liverpool í síðustu viku og gerði allt vitlaust. Hann sagði félagið koma ill fram við Duncan sem læsti sig inni heima hjá sér, honum leið illa.
Nú segir Manchester Evening News að Duncan hafi hafnað Manchester United í sumar, hann vildi ekki spila fyrir félagið eftir dvöl sína hjá Manchester City.