Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool og Manchester United er að rugga bátum með ævisögu sinni sem er að koma út.
Hann greinir frá því að Liverpool hafi reynt að losa sig við Steven Gerrard árið 2013, tveimur árum eftir að hann fór svo til Bandaríkjanna
,,Í máli Steven, þá efast ég um að hann hafi viljað fara til Bandaríkjanna árið 2015. Ég hef heyrt að félagið hafi reynt að losa sig við hann tveimur árum áður,“ skrifar Owen.
Gerrard vildi ljúka ferlinum hjá Liverpool en var orðinn of valdamikill.
,,Ég er öruggur á því að hann hafi viljað ljúka ferlinum hjá Liverpool. Spila færri leiki en koma sér hægt og rólega inn í þjálfarateymið.“
,,Það gerðist síðan, hann var svo þekktur og valdamikill. Ég held að félagið hafi losað hann í styttri tíma, Gerrard var stærri en félagið.“