Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United ber ábyrgð á því ef liðið berst ekki um sigur í deildinni. Þetta segir Nemanja Matic, leikmaður félagsins.
Matic hefur aðeins komið við sögu í einum leik í upphafi tímabils, Solskjær treystir á aðra. United er með fimm stig eftir fjóra leiki, það er stutt í rkísu.
,,Stjórinn velur liðið sem hann telur geta barist um sigur í deildinni, ef hann vinnur ekki er það hans ábyrgð;“ sagði Matic í landsliðsverkefni með Serbíu.
Hann er eðlilega ekki sáttur á bekknum en tekur sín hlutskipti.
,,Ég hef verið í fótbolta lengi, ég hef spilað nánast alla leiki með félagsliði í tíu ár.“
,,Það hafa verið leikmenn á eftir mér sem hafa þurft að sætta sig við bekkjarsetu, ég þarf að taka því núna.“