fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

10 ástæður fyrir því að grátur barna er góður

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 23. júní 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af hverju eigum við að bjóða grátköst eða “tantrums” barnanna okkar velkomin og líta á grátur sem heilbrigðan part af tilveru okkar allra?

 

1. Það er sannað!

Rannsóknir sýna að grátur er góður, fyrir okkur öll! Tárin okkar eru uppfull af cortisol (sress-hormónum) og með því að gráta þá losnum við bókstaflega við þessi stress-hormón úr líkamanum!

”Fortunately, babies come equipped with a repair kit, and can overcome the effects of stress through the natural healing mechanism of crying. Research has shown that people of all ages benefit from a good cry, and tears help to restore the body’s chemical balance following stress.” -Softer

2. Það er eðlilegt að líða stundum illa

Þegar börn alast upp við það að það sé bannað að gráta eða fá þau skilaboð aftur og aftur að við viljum ekki vera í kringum þau þegar þeim líður illa (time out eða skammarkrókur) hvað gerist þá þegar þau upplifa neikvæðar tilfinningar seinna meir í lífinu? Þora þau að horfast í augu við þessar tilfinningar sínar? Munu þau þora að tjá þær? Eða fara þau kannski í það að bæla þær niður, afneita þeim eða skammast sín fyrir þær?

Þegar við höldum ró okkar þegar börnin okkar gráta og mætum grátinum með skilningi þá erum við að senda þau mikilvægu skilaboð að það þarf ekki að óttast neikvæðar tilfinningar, að það sé allt í lagi og eðlilegt að líða stundum illa. Þetta er mikilvæg lexía að læra og þetta taka börnin svo með sér útí lífið og eru betur í stakk búin að takast á við erfiðar tilfinningar á heilbrigðan hátt.

3. Tilfinningar líða hjá

Þegar við leyfum börnunum okkar að upplifa grátkast á sínum forsendum og styðjum þau í gegnum það læra þau hvað tilfinningar eru. Tilfinningar eru eins og öldur, þær hafa upphaf, hápunkt og endi og þær líða hjá ef við bara förum í gegnum þær og hleypum þeim út.

Grátur er frábært tól til þess að losa um spennu í líkamanum en ung börn eru ekki fær um að tempra tilfinningar sínar sjálf og þurfa að læra það með okkar aðstoð.

4. Vondar tilfinningar út – góðar tilfinningar inn!

Þegar við sjáum síðan hversu vel börnunum okkar líður eftir grátköstin sín þá líður ekki á löngu áður en við förum að bjóða gráturinn velkomin (sound crazy I know) en það er ótrúlegt hversu mikil hugafarsbreyting getur átt sér stað í sambandi við grátur ef maður fer að átta sig á því hversu mkilvægur og góður hann er fyrir börnin okkar!

“Ein allra „írónískasta“ og öfugsnúnasta staðreynd sem hægt er að finna í uppeldi er þessi: Því meira sem við bjóðum erfiðar tilfinningar, óhamingju og almenna vansæld barnanna okkar velkomnar inn á heimilið – þeim mun hamingjusamara og friðsælla verður það.” – Janet Lansbury

5. Okkur líður líka betur!

Þegar barnið fær að fara í gegnum tilfinningarnar á síum eigin forsendum og við stöðvum ekki gráturinn þeirra þá vitum við líka að barninu líður raunverulega betur þegar stormurinn er afstaðinn. En það er ekki bara þeim sem líður vel og eru í komin í gott jafnvægi – heldur líka við sjálf.

Við getum verið stolt af því að hafa náð að búa til þetta örugga rými þar sem barnið fékk að tjá sig eins og það þurfti. Við getum verið stolt af því að hafa náð að vera róleg og sýnt skilning en númer eitt, tvö og þrjú, getum við verið stolt af því að hafa stigið í lið með barninu okkar. Að hafa verið til staðar og stutt við þau þegar þeim líður illa og við finnum strax hvað þau eru þakklát fyrir það.

Hver annar á að hjálpa þeim og þola allar þessar tilfinningar ef við gerum það ekki?

6. Barnið þitt treystir þér

Margir foreldrar kvarta yfir því að börnin þeirra séu alltaf “óþægust” í kringum þau. Um leið og mamman sækir barnið á leikskólann þá fer það í mótþróann sem fljótlega verður að grátkasti. Leikskólakennararnir skilja sumir ekkert í hegðun barnsins “en það er búið að vera svo glatt í allan dag!”

Börn taka út grátköstin sín í umhverfi sem þau eru örugg í og í kringum fólk sem það veit að elskar þau skilirðislaust. Það er í sjálfum sér mikið hrós að barn skuli treysta þér fyrir því að þola það. Nánast undantekningarlaust þá er uppspretta grátkasts ákall á hjálp, tengingu eða einfaldlega losun spennu í líkamanum en ekki frekja eða leið til að reyna að stjórna okkur.

7. Þú treystir barninu þínu

Það er eritt að heyra barnið sitt gráta og þegar barn tjáir stórar tilfinningar þá viljum við ekkert frekar en að hjálpa þeim, breyta gráti í hlátur, koma þeim einhvernveginn útúr þessu vonda skapi svo þeim líði betur. Við verðum stundum hrædd um það hvort það sé hreinlega of mikið fyrir þau að fara í gegnum grátköst. En við verðum að treysta þeim fyrir því að geta tekist á við erfiðar tilfinningar, vonbrigði, reiði, pirring og sorg.

8. Barn sem fær reglulega að losa um tilfinningar er rólegra og hamingjusamara.

Ef barn fær ekki að klára grátkast á sínum forsendum (ef við beinum athygli þeirra annað, segjum þeim að hætta að gráta – að nú sé komið gott osfrv.) mun það þurfa að losa um spennuna sem varð eftir í líkamanum á annan hátt. Hvort sem það er í öðru grátkasti sem kæmi fljótlega í kjölfarið á því fyrsta eða í annarskonar óæskilegri hegðun og mótþróa.

Barn er nefnilega aldrei í betra jafnvægi heldur en þegar það hefur farið í gegnum grátkast. Það er rólegra, hamingjusamara og samvinnuþýðara. Börn kunna betur en við flest að koma sér í aftur tilfinningalegt jafvægi en það eru við sem stöðvum svo oft ferlið því við eigum erfitt með að þola gráturinn þeirra.

9. Tengslamyndun

Við dóttir mín erum aldrei tengdari en eftir að hafa farið saman í gegnum grátkast og þessi djúpa tenging þar sem við erum svo samstíga og góðar saman endist oft allan daginn eða lengur. Það er nefnilega ótrúlegt hversu mikil tengslamyndun á sér stað þegar við náum að halda ró okkar og styðja börnin okkar í gegnum grátkast, það sannar fyrir þeim að þau geta sýnt okkur versu hliðar og þrátt fyrir það elskum við þau skilyrðislaust og vitum að þau eru alltaf góð.

10. Grátur barnsins þíns er heilandi fyrir þig líka.

Barnagrátur er oft kveikir (trigger) að erfiðum og sterkum tilfinningum hjá okkur sjálfum. Stór partur af því að tileinka sér RIE eða svipaðar “núvitundar” uppeldisaðferðir snýst að því að skoða það hvaða kveikja við upplifum í kringum hegðanir barnanna okkar. Skoða tilfinninganar og viðbrögðin sem koma upp og vinna sig síðan í gegnum þær svo að við getum haldið ró okkar, aðskilið okkar tilfinningar frá tilfinningum barnanna okkar og í kjölfarið orðið öruggari, betri og hamingjusamari foreldrar.


-Kristín Mariella Friðjónsdóttir

Greinin birtist fyrst á síðunni Respectful Mom og er endurbirt hér með góðfúslegu leyfi höfundar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Styttist í að stóra fíkniefnamálið komi fyrir dóm

Styttist í að stóra fíkniefnamálið komi fyrir dóm
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Yfirgefur Sádi-Arabíu og tekur áhugavert skref

Yfirgefur Sádi-Arabíu og tekur áhugavert skref
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann

Vilja gera leikmann Liverpool að þeim dýrasta í sögunni – Slot talað afar vel um hann
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Ótrúlegar myndir af einangruðum ættbálk í Perú – Heimkynni þeirra eru í hættu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.