fbpx
Laugardagur 13.desember 2025

KONUR ERU KONUM BESTAR

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. júní 2017 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Andrea Magnúsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir hafa hannað æðislega boli með merkingunni „Konur eru konum bestar.“ Það var Rakel Tómasdóttir sem hannaði letrið en ljósmyndarinn Aldís Pálsdóttir tók myndirnar fyrir þetta frábæra verkefni. Bolirnir fara í sölu seinna í dag en ágóðinn rennur til Kvennnaathvarfsins.  Þessar mögnuðu konur vilja breyta neikvæðu hugarfari og vonum við á Bleikt að sem flestar styðji við þetta og mæti á viðburðinn þeirra í dag.

Mynd/Aldís Pálsdóttir

Í bloggfærslu á Trendnet skrifaði Elísabet: „Neikvæðni og slæmt umtal virðist vera orðið daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnavart náunganum.“

Á viðburðinum á Facebook stendur:  „KONUR ERU KONUM BESTAR …hljómar það ekki miklu betur en þessi gamla leiðinlega lína sem við erum vanar að heyra? Lítil breyting á gamalli setningu en risa breyting á hugarfari.“

Viðburðurinn verður í verslun Andreu á Laugarveginum í dag en þar ætla konur að fagna saman breyttu hugafari í fáránlega flottum stuttermabolum á milli 17 og 20.  Stuttermabolurinn „Konur eru konum bestar“ kostar 5.900 og kemur í glæsilegum taupoka. 100 fyrstu pokarnir innihalda að auki nýjasta Glamour og rauðan varalit frá Loreal.

Þið getið líka hjálpað við að dreifa boðskapnum með því að merkja mynd af ykkur á Instagram með #konurerukonumbestar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hættir í fótbolta – Greindist með sjúkdóm eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu

Hættir í fótbolta – Greindist með sjúkdóm eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.