fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025

Skapari Paddington er látinn

Michael Bond skrifaði 26 bækur um marmelaði-elskandi björninn Paddington

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 30. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski rithöfundurinn Michael Bond, höfundur hinna vinsælu barnabóka um bangsann Paddington, er látinn 91 árs að aldri. Hann lést á þriðjudag heimili sínu í námunda við Paddington-lestarstöðina í London eftir stutt veikindi.

Fyrsta bókin um marmelaði-elskandi bangsann frá Perú, A Bear Called Paddington, kom út árið 1958, en hugmyndina fékk Bond þegar hann rak augun í leikfangabjörn í búðarglugga við Paddington-stöðina á leið sinni heim úr vinnunni. Bond hélt áfram að skrifa sögur um Paddington allt til dauðadags en sú tuttugasta og sjötta, Paddington’s Finest Hour, var gefin út í apríl á þessu ári. Bækurnar um Paddington hafa selst í meira en 35 milljónum eintaka, komið út á meira en 40 tungumálum og hefur verið breytt í leikrit, sjónvarpsþætti og nú síðast kvikmyndina Paddington sem naut mikilla vinsælda þegar hún kom út árið 2014.

Á rithöfundarferlinum skrifaði Bond fjölda annarra verka, bæði fyrir börn og fullorðna.

Fjölmargir hafa vottað Bond virðingu sína eftir að fréttir af andláti hans bárust. Stephen Fry minntist hans til að mynda á Twitter-síðu sinni: „Mér þykir leitt að heyra að Michael Bond sé farinn frá okkur. Eins og björninn Paddington sem hann gaf okkur var hann ljúfmenni, virðulegur, heillandi og elskulegur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KR spilar áfram í Laugardalnum

KR spilar áfram í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum