fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Eiginmaður oddvita Sjálfstæðismanna ráðinn ritstjóri: „Tel mig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. september 2019 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Ólafsson er nýr ritstjóri Eyjafrétta. Áður hafði verið tilkynnt um að Egill Arnar Arngrímsson hefði verið ráðinn ritstjóri, en hann ákvað að taka ekki við starfinu.

Sindri er fyrrverandi formaður ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og er stjórnarmaður í sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja. Auk þess er hann eiginmaður oddvita sjálfstæðismanna í Eyjum, Hildar Sólveigar Sigurðardóttur, sem situr í minnihluta í bæjarstjórn.

Í tilkynningu frá Eyjafréttum er komið inn á hvernig Sindri geti fjallað um hina hvössu bæjarpólitík af sanngirni, þrátt fyrir tengslin:

„Bæjarmálapólitíkin í Eyjum er á köflum býsna hvöss og einhver kann nú að velta fyrir sér hvernig fjölmiðill með ritstjóra, fjölskyldutengdan bæjarstjórninni, geti fjallað af hlutlægni um mál á þeim vettvangi? Eðlilegt að spurt sé og þeirri spurningunni veltum við eðlilega fyrir okkur í stjórninni og við nýjan ritstjóra sömuleiðis. Sindri treystir sér vel til að taka fagmannlega á hlutunum og við treystum honum fullkomlega. Hann hefur þekkingu og áhuga sem við sækjumst eftir og á ekki að gjalda fjölskyldutengslanna.“

Sindri segir sjálfur við Vísi í dag að hann muni ekki láta skoðanir sínar lita efni blaðsins:

„Blaðið verður eftir sem áður hugsað sem blað allra Eyjamanna. Ég tel mig fullfæran um að fjalla af hlutlægni um mál.Við ætlum að halda útgáfu áfram og halda úti sterku blaði. Ég hef skoðanir eins og margir aðrir en það er ekki mitt hlutverk að láta þær í ljós í blaðinu sjálfu frekar en aðrir ættu að gera.“

Gamli valdakjarninn sagður í sóknarham

Sem kunnugt er þá tapaði Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sínum í bæjarstjórn í síðustu kosningum, þegar klofningsframboðið  Fyrir Heimaey fékk 40% fylgi. Klofningurinn varð til vegna þess að Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins til fjölda ára, neitaði að halda prófkjör innan flokksins í aðdraganda kosninga, við litla ánægju margra í bænum.

Stundin greinir frá því að gamli valdakjarninn í Vestmannaeyjum, sem tengist Sjálfstæðisflokknum og stærstu útgerðarfyrirtækjunum þar í bæ, safni nú vopnum sínum, sem sjáist með ráðningunni á Sindra, sem og aukningu hlutafjár Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og Vinnslustöðvarinnar í fjölmiðlafyrirtækinu Eyjasýn, sem rekur Eyjafréttir. Hefur Eyjasýn verið rekið með um fimm milljóna króna tapi síðastliðin tvö ár, en Ísfélagið og Vinnslustöðin eiga sem kunnugt er stóran hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“