Daníel Leó Grétarsson, varnarmaður Álasunds í Noregi hefur verið kallaður inn í íslenska A-landsliðið. Sem mætir Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM.
Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður PAOK í Grikklandi hefur dregið sig úr hópnum.
Samkvæmt heimildum 433.is þá ákvað Sverrir að draga sig úr hópnum í samráði við þjálfarateymi íslenska liðsins. Hann verður áfram í Grikklandi og æfir með PAOK í þessu landsleikjafríi.
Sverrir hefur lítið fengið að spila eftir að hann gekk í raðir PAOK í janúar, hann á hins vegar fínan möguleika á að brjótast inn í liðið. Þess vegna var ákveðið að hann myndi reyna að nýta það tækifæri í þessum landsleikjaglugga, æfa með liðinu og reyna að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið.
Daníel Léo hefur spilað vel með Álasundi í næst efstu deild í Noregi. Hann er fæddur árið 1995 og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik.