fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Enn meiri taprekstur hjá Árvakri: „Ráðist hef­ur verið í um­fangs­mikl­ar aðgerðir“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 2. september 2019 08:34

Haraldur Johannessen. Mynd-mbl.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útgefandi Morgunblaðsins, Árvakur hf., var rekinn með tapi upp á 415 milljónir í fyrra. Er það enn meiri tap en árið á undan, þegar heildartapið nam 284 milljónum, en undir félagið heyra einnig mbl.is og útvarpsstöðin K100. Morgunblaðið greinir frá.

Afkoman var neikvæð um 238 milljónir eftir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA), tekjurnar jukust um 110 milljónir og námu alls 3.8 milljörðum, en gjöld og launakostnaður skýra versnandi afkomu milli ára.

Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og annar ritstjóri Morgunblaðsins, segir rekstrarumhverfið erfitt, ekki síst vegna stöðu RÚV:

„Ráðist hef­ur verið í um­fangs­mikl­ar aðgerðir til að hagræða í rekstri fé­lags­ins og eru þær farn­ar að skila um­tals­verðum ár­angri á síðustu mánuðum. Engu að síður er rekstr­ar­um­hverfið enn erfitt, eins og ít­rekað hef­ur komið fram í op­in­berri umræðu. Sam­keppn­in við Rík­is­út­varpið hef­ur orðið sí­fellt erfiðari, en nei­kvæð umræða á vinnu­markaði, sem enn held­ur áfram þó að stærstu aðilar á vinnu­markaðnum hafi samið, hef­ur auk stórra áfalla í at­vinnu­líf­inu haft veru­lega nei­kvæð áhrif á aug­lýs­inga­markaði og þar með á rekst­ur fjöl­miðla.“

Miðlar standa sterkir

Haraldur segir útbreiðslu Árvakurs þó enn mikla og að fyrirtækið sé eitt það öflugasta á markaði:

„Erfitt rekstr­ar­um­hverfi breyt­ir því þó ekki að miðlar Árvak­urs standa mjög sterkt um þess­ar mund­ir og ná aug­um og eyr­um meira en níu af hverj­um tíu lands­mönn­um, sem ger­ir Árvak­ur að öfl­ug­asta fjöl­miðlafyr­ir­tæki lands­ins. Og Árvak­ur hef­ur þrátt fyr­ir rekstr­ar­um­hverfið haldið áfram að ráðast í breyt­ing­ar og nýj­ung­ar til að bæta þjón­ustu við not­end­ur miðlanna, nú síðast með mikl­um breyt­ing­um á mbl.is eins og lands­menn sáu fyr­ir réttri viku.“

Frá árinu 2009, þegar nýjir eigendur tóku við, hefur Árvakur tapað alls um 2.2 milljörðum króna.

Þórsmörk er eigandi Árvakurs og hluthafar Þórsmerkur eru neðangreindir:

  • Ram­ses II ehf., eig­andi Eyþór Lax­­­dal Arn­alds, 20,05%
  • Íslenskar sjá­v­­­­ar­af­­­urðir ehf.,  ­for­sv.m. Sig­­­ur­jón Rafns­­­son, 20,00 %
  • Hlyn­ur A ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Guð­­­björg Matt­h­í­a­s­dótt­ir, 16,45 %
  • Ísfé­lag Vest­­­manna­eyja hf., ­for­sv.­mað­ur­ ­Stefán Frið­­­riks­­­son, 13,43 %
  • Legalis s­f., ­for­sv.­mað­ur­ ­Sig­­­ur­­­björn Magn­ús­­­son, 12,37 %
  • Rammi hf., ­for­sv.­mað­ur­ Ólafur Mart­eins­­­son, 6,14 %
  • Þingey ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Að­al­­­steinn Ing­­­ólfs­­­son, 3,59 %
  • Stál­­­skip ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Hall­­­dór Krist­jáns­­­son, 3,08 %
  • Brekku­hvarf ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Ás­­­geir Bolli Krist­ins­­­son, 2,05 %
  • Fari ehf., ­for­sv.­mað­ur­ Jón Pálma­­­son, 1,54 %
  • Hrað­fryst­i­­­húsið – Gunn­vör hf., ­for­sv.­mað­ur­ Einar Valur Krist­jáns­­­son, 1,30 %

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Í gær

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund

Brynjar átti ekkert mótsvar á Grund