,,Alexis þurfti að fara,“ sagði Ole Gunnar Solskjær um félagaskipti Alexis Sanchez til Inter í gær. Manchester United lánaði hann til Ítalíu.
Eftir erfitt eitt og hálft ár er Sanchez að leita að gleðinni. ,,Hann hafði verið hér í 18 mánuði og þetta hafði ekki virkað.“
,,Þetta er góð leið til að endurstilla sig, spila reglulega. Skora mörk og vonandi mun þessi samningur virka fyrir alla. Við munum horfa á hann og Lukaku hverja helgi, spila saman. Ég treysti Martial, Rashford og Greenwood til að vera okkar framherjar.“
Solskjær tjáði sig líka um það að Chris Smalling sé á leið til Roma á láni. Þetta kom fyrir nokkrum dögum, þetta er tækifæri fyrir Smalling.“
,,Við erum með sex miðverði og ég gat ekki lofað Smalling reglulegum spilatíma. Það fá ekki margir enskir varnarmenn tækifæri á a spila á Ítalíu.“
Þá staðfesti Solskjær að Matteo Darmian gæti farið til Ítalíu um helgina en Marcos Rojo yrði áfram.