fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Matvöruverð 84 prósent hærra í Reykjavík en í London

Reykvíkingar greiða meira fyrir mat, bensín og samgöngur en minna í leigu og leikskólagjöld

Auður Ösp
Miðvikudaginn 3. maí 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaupmáttur er rúmlega 10 prósent hærri í London heldur en í Reykjavík. Þá er matvöruverð 84 prósent hærra hér á landi og verð á veitingastöðum 41 prósent, samkvæmt samanburðarvél á heimasíðunni numbeo.com. Leiguverð í Reykjavík er aftur á móti lægra en í höfuðborg Bretlands, eða 25 prósent.

Á numbeo síðunni er hægt að slá inn nöfn á þeim borgum og bera saman og sjá upplýsingar um leiguverð, veitingastaði, neysluvörur og fleira. Samkvæmt niðurstöðum þarf instaklingur í Reykjavík þyrfti að vera með 690 þúsund krónur í laun á mánuði eftir skatt á meðan hægt er að lifa við sambærileg lífsgæði í London fyrir 618 þúsund krónur. Er þá miðað við að viðkomandi sé á leigumarkaði.

Leigan 230 þúsund í London en 175 þúsund á Íslandi

Eins og gefur að skilja gæti þurft að hafa ákveðinn fyrirvara á þeim upplýsingum sem þar er að finna þar sem upplýsingarnar koma milliliðalaust frá almenningi. Þeim er safnað saman af notendum með margvíslegum hætti. Auk beinna athugana eru þær meðal annars fengnar af vefsíðum opinberra aðila og fyrirtækja og úr dagblöðum og niðurstöðum kannana. Numbeo reiknar síðan út meðaltal innsendra gagna eftir að hafa fjarlægt fjórðung af lægstu og hæstu frávikunum. Við yfirferð DV yfir þær upplýsingar sem þarna er að finna um Ísland virðist síðan vera nokkuð nærri lagi og því hægt að nota upplýsingarnar sem viðmið til að fá hugmynd um stöðu íbúa milli borga í mismunandi löndum, þó að ekki sé kannski hægt að fullyrða um áreiðanleika í öllum tilfellum.

Sem dæmi um verðmun í borgunum tveimur nmá nefna að nefna að bolli af cappucino á kaffihúsi kostar 357 krónur í London á meðan hann kostar 540 krónur í Reykjavík. Hálfur lítri af kók kostar 166 krónur í London en 297 krónur í Reykjavík. Þá kostar mjólkurlítri 122 krónur í London á meðan viðkomandi getur þurft að greiða 153 krónur fyrir lítrann í Reykjavík. Kíló af appelsínum í matvörubúð kostar 257 krónur í London á meðan það kostar 331 krónu í Reykjavík. Þá kostar lítri af bensíni 159 krónur í London á meðan hann kostar 197 krónur í Reykjavík.

Þá getur sá sem leigir 85 fermetra íbúð í London átt von á að greiða rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði í hita, vatn og rafmagn á meðan kostnaðurinn er sex þúsund krónum lægri í Reykjavík.

Leiguverð fyrir stúdíóíbúð í miðborg London er 230 þúsund krónur samkvæmt numbeo síðunni. Leiga á stúdíóíbúð í miðborg Reykjavíkur er hins vegar 20 prósent lægri, eða 175 þúsund krónur.

Þá er fermetraverð í miðborg Reykjavíkur í kringum 500 þúsund krónur á meðan íbúðakaupendur í London geta átt von á því að þurfa að greiða hátt í tvær milljónir fyrir fermetrann.

Sömuleiðis borga Íslendingar minna fyrir bíóferðir og þá eru leikskóla og grunnskólagjöld í einkareknum skólum umtalsvert lægri hér á landi. Verðdæmin sem nefnd eru á síðunni eru annars vegar 144 þúsund krónur í London og 45 þúsund krónur í Reykjavík.

Meðallaun á mánuði eftir skatt eru aftur á móti sambærileg í borgunum tveimur. Í London eru meðalaun 295 þúsund krónur en í Reykjavík 299 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband