Segulbönd, smádýr og síldarævintýri
Nú á dögunum var tilkynnt hvaða verkefni hljóta útgáfustyrki frá Miðstöð íslenska bókmennta í ár. 45 verkefni hljóta styrki sem nema samanlagt 23.5 milljón króna. Útgáfustyrkjum er úthlutað einu sinni á ári og þeim er ætlað að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka. Alls barst 101 umsókn frá 56 umsækjendum í ár en sótt var um tæpar 89 milljónir króna.
Segulbönd Iðunnar í ritstjórn Rósu Þorsteinsdóttur. Útgefandi: Kvæðamannafélagið Iðunn.
Íslensk smádýr á landi – Skordýr og önnur liðdýr, sniglar og liðormar eftir Erling Ólafsson. Útgefandi: Bókaútgáfan Opna.
Síldarævintýrið (vinnuheiti) eftir Pál Baldvin Baldvinsson. Útgefandi: Forlagið.
Skipulagssaga Íslands eftir Harald Sigurðsson. Útgefandi: Crymogea ehf.
Leitin að klaustrunum. Íslenskt klaustratal eftir Steinunni Kristjánsdóttur. Útgefandi: Sögufélag.
Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið, 1858-1874 í ritstjórn Terry Gunnell og Karls Aspelund. Útgefandi: Þjóðminjasafnið.
Ásmundur Sveinsson – Í hafróti sálarinnar (vinnutitill) eftir Kristínu G. Guðnadóttur í ritstjórn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn.
Ljóðasafn Tómasar Guðmundssonar, formála ritar Sölvi Björn Sigurðsson. Útgefandi: Salka.
Milli steins og sleggju: Nútímasaga Mið-Austurlanda eftir Magnús Tuma Þorkelsson. Útgefandi: Forlagið.
Sjúklega súr saga eftir Sif Sigmarsdóttur og Halldór Baldursson. Útgefandi: Forlagið.
Smekkleysa í 30 ár í ritstjórn Ólafs J. Engilbertssonar. Útgefandi: Smekkleysa SM ehf.
Lista yfir alla styrkþegana í ár má finna hér.