Matteo Darmian fer líklega frá Manchster United áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar á mánudag.
Darmian hefur viljað fara heim til Ítalíu í heillt ár og gæti nú verið að fá það í gegn, hann á bara ár eftir af samningi sínum við United.
United borgaði Torino 12,7 milljónir punda árið 2015, hann hefur aðeins spilað 13 leiki síðan í desember árið 2017.
Ole Gunnar Solskjær er að sópa út leikmönnum en Romelu Lukaku var seldur, Alexis Sanchez og Chris Smalling eru að fara á láni.
Ander Herrera, Marouane Fellaini og Antonio Valencia fóru allir í tíð Solskjær. Þá eru líkur á að Marcos Rojo fari einnig á næstu dögum.