fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Myrkraverk í Ráðhúsinu

Svarthöfði
Sunnudaginn 1. september 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er ekkert heilagt? Það er spurning sem hefur hljómað í höfði Svarthöfða alla vikuna. Frekar klisjukennd spurning, eitthvað sem Svarthöfði myndi alla jafna ekki viðurkenna að velktist um í heilanum á honum, en Svarthöfði finnur bara ekki betri lýsingu á þeim óskapnaði sem þessi fréttavika hefur verið.

Svarthöfði hefur í raun klipið sig oft í handlegginn í vikunni, svo mikið og fast að sýnilegir marblettir skreyta fagran pabbalíkamann. Svarthöfða finnst alveg makalaust að öllu sé hægt að snúa upp í popúlistavitleysu meðal þessara þöngulhausa sem vinna að borgarmálunum. Svarthöfði hélt nú kannski að matur væri ekki meðal þess sem misvitrir stjórnmálamenn gera sig digra með. Svarthöfða hins vegar skjátlaðist.

Hvernig er hægt að hafa ímyndunarafl til að sveipa sig annaðhvort kjúklingabauna- eða nautakjötsskykkju og skipta þjóðinni í tvær fylkingar eins og hendi væri veifað? Svarthöfða finnst það ákveðinn hæfileiki út af fyrir sig, þótt vafasamur hæfileiki sé. Getur verið að það sé verið að slá ryki í augu okkar borgarbúa með þessari vitleysu? Er eitthvað í gangi þarna í Ráðhúsinu sem er svo ógeðslegt, svo myrkt og viðbjóðslegt að henda þarf í gang fáránlegum skoðanaskiptum um mat til að slá okkur út af laginu? Hvaða myrkraverk gætu það verið?

Svarthöfði nefnilega neitar að trúa því að borgarfulltrúar verði svo blóðheitir út af grænmeti. Það hlýtur að liggja eitthvað meira að baki. Við Íslendingar hljótum þá að minnsta kosti að vera heimskasta þjóð í heimi fyrir að leyfa þessum popúlistum að ráðskast svo mikið með hausinn á okkur að við froðufellum yfir því hvort börnin okkar fá kjöt eða grænmeti, eða hvort tveggja, eða hvorugt í matinn í skólanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði