fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Krúttlegur raunveruleikaþáttur

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 20. maí 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikaþættir byggjast yfirleitt á spennu og samkeppni og mikið er lagt upp úr því að áhorfendum leiðist ekki. Þetta á ekki við um raunveruleikaþáttinn Keeping Up With the Kattarshians sem ég fyrir tilviljun uppgötvaði þegar ég var að flakka milli sjónvarpsstöðva. Þetta hlýtur að vera einhver allra hægasti raunveruleikaþáttur heims því það gerist afskaplega lítið í honum. Ástæðan er sú að þátttakendurnir eru kettlingar og þeir sofa vært megnið af tímanum. Þrátt fyrir áberandi tíðindaleysi er þátturinn einkennilega heillandi. Allavega fyrir þau okkar sem erum nokkuð gefin fyrir einfalt líf.

Kettlingarnir búa á tveimur hæðum, í ansi fallegum húsakynnum, með kojum og alls kyns fíneríi. Þeim virðist líða afskaplega vel. Áberandi er hversu lítið þeir eru gefnir fyrir tilbreytingu, þeir sofa, vakna, borða, fara í spássitúr og sofa. Svona líf er ekki bara einfalt, það er þægindin ein.

Nú er ég farin að horfa á þessa ketti á hverju kvöldi. Ekki lengi í einu, bara stutta stund. Ég hef alltaf haldið að ég væri meira fyrir hunda en ketti, en það er að breytast. Kettlingarnir í Kattarshians eru orðnir heimilisvinir. Þótt þeir geri ekki mikið annað en að sofa og borða þá eru þeir yfirmáta krúttlegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna