fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Hollendingar hlaupa á sig – Láku alveg óvart í hvaða borg Eurovision verður haldið

Fókus
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 17:38

Duncan Laurence fagnar sigri í fyrra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ríkt gríðarlega spenna í herbúðum Eurovision-aðdáenda fyrir næsta föstudegi. Ástæðan er sú að þá átti að opinbera í hvaða hollensku borg Eurovision-keppnin fer fram á næsta ári. Forsvarsmenn keppninnar hafa auglýst afhjúpunina, sem á að fara fram í hádeginu á föstudag, í gríð og erg á samfélagsmiðlum, en auglýsingunni fylgir að valið standi á milli Rotterdam og Maastricht.

Glöggir Eurovision-aðdáendur tóku hins vegar eftir því fyrir stundu að forsvarsmenn Eurovision virðast óvart hafa tilkynnt um hvaða borg yrði gestgjafi Eurovision á næsta ári. Á opinberri heimasíðu Eurovision var nefnilega að finna að Rotterdam yrði gestgjafinn árið 2020 ef farið var á undirsíðuna fyrir Holland, þar sem hægt er að kynna sér sögu landsins í keppninni. Búið er að eyða afhjúpuninni, tæplega klukkutíma eftir að Eurovision-aðdáendur tóku eftir henni.

Svo virðist sem Twitter-notandinn leo hafi fyrstur tekið eftir þessari opinberun en íslenskir Eurovision-aðdáendur fylgdu fast á hæla hans á sérstakri aðdáendasíðu Eurovision á Facebook.

Því ríkir minni spenna núna fyrir föstudeginum en áður en Eurovision-aðdáendur gera bara góðlátlegt grín að þessu þjófstarti Hollendinga.

Eins og margir vita er keppnin haldin í Hollandi á næsta ári eftir frækinn sigur Duncan Laurance í maí með lagið Arcade.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans