fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Lagið um það sem Vestfirðingum er bannað: „Það má ekki grafa lítinn skurð og ekki hleypa vatni yfir urð“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagið um það sem er bannað, eftir lag og texta Sveinbjörns I. Baldvinssonar, sem söng það sjálfur inn á barnaplötuna Stjörnur í skónum árið 1978, er öllum landsmönnum kunnugt, enda enn sungið í leik- og grunnskólum landsins við ýmis tækifæri.

Þar er ósanngirni heimsins séð með augum barnsins og ekki má gera nokkurn skapaðan hlut fyrir fullorðna fólkinu, ekki einu sinni pissa á bak við hurð, né henda grjóti ofan í skurð.

Búið er að uppfæra textann við lagið og merkingin heimfærð yfir á þá ósanngirni sem Vestfirðingar telja sig búa við á grundvelli virkjunarframkvæmda, vegagerðar og laxeldis, en óhætt er að segja að þeir hafi mætt miklum mótbyr í málum þessu tengdu undanfarin ár.

Hefur textanum verið deilt á samfélagsmiðlum, sem eins konar stuðningsyfirlýsingu við Vestfirðinga, sem ekkert mega gera án þess að stjórnvöld, höfuðborgarbúar og/eða náttúruverndarsinnar rísi upp á afturlappirnar.

Til gamans gert

Höfundur nýja textans er Ársæll Sigurlaugar Níelsson, leikari og kvikmyndaframleiðandi. Hann segir hugmyndina hafa kviknað árið 2017:

„Ég er sjálfur borinn og barnfæddur Tálknfirðingur, og hef búið bæði á Ísafirði og Suðureyri, og þekki vel hvernig það er að vera vestfirðingur og láta SS mennina, sérfræðingana að sunnan segja sér fyrir verkum. Ég samdi þetta 2017 þegar umræður um Hvalárvirkjun voru að byrja, að hleypa vatni yfir urð, en svo kom líka inn í þetta deilurnar um Teigskóg og laxeldið var að byrja að sæta gagnrýni, varðandi leyfisveitingar og slíkt,“

segir Ársæll við Eyjuna og nefnir að hann láti sig málefni líðandi stundar varða, þó svo hann sé ekki í neinni pólitík sjálfur:

„Þetta var nú meira til gamans gert.“

Gleður höfundinn ekki sérstaklega

Sveinbjörn I. Baldvinsson, höfundur lagsins og upphaflegs texta, sagðist í samtali við Eyjuna lítið geta sagt við slíkum gjörningi. Hann hafði ekki séð nýja textann, en blaðamaður útskýrði innihaldið.

Sveinbjörn segir nýja textann ekki gleðja sig sérstaklega, hann sé náttúruverndarsinni:

„Lagið er nú búið að lifa svo góðu lífi í gegnum árin að það þurfti nú ekkert á þessari endurnýjun að halda finnst mér. Þetta er ekki eitthvað sem gleður mig sérstaklega. Svona lög verða auðvitað þjóðareign og lítið sem maður getur gert við því, en það eru ekki margir sem hringja og biðja um leyfi til að gera eitthvað svona,“

segir Sveinbjörn og bætir við:

„Ég er auðvitað náttúruverndarsinni þannig að hann hefði aldrei fengið leyfi frá mér. En auðvitað getur maður ekkert stjórnað því hvað verður um svona lög og texta. Og auðvitað gleðst maður yfir þeirri fótfestu sem þetta lag hefur náð í þjóðarsálinni, en maður er ekki alltaf alveg dús við svona samhengi sem það er notað í, en lítið sem maður getur gert í því.“

Hér að neðan má sjá nýja textann. Lagið kunna allir:

Lagið um það sem Vestfirðingum er bannað

Það má ekki grafa lítinn skurð
og ekki hleypa vatni yfir urð.
Ekki leggja veginn
með gröfunni hans afa
því læknirinn vill krækiberjasafa.

Það má ekki rækta lítinn lax
nema senda nefndarmanni fax.
Ekki sækja sæinn
að veiða þorsk og ýsu
og ekki skipt´út steinbít fyrir lýsu.

Þessi alþingisnefnd er svo skrýtin
hún er alltaf að skamma mann.
Þó maður megi ekki neitt
Hún er alltaf að skamma mann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur