fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

Ætluðu að gefast upp

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 17. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir eiga sína vondu daga, líka fræga fólkið. Þessir frábæru listamenn íhuguðu sjálfsmorð og sumir reyndu það án árangurs.

J.K. Rowling

Þegar Rowling var einstæð móðir sem átti vart fyrir húsaleigunni barðist hún við þunglyndi og íhugaði að fyrirfara sér. Hún leitaði sér síðan sálfræðiaðstoðar. Hún segir að dóttir sín, Jessica, hafi verið ástæðan fyrir því að hún ákvað að leita til sérfræðings. „Ég hugsaði með mér, ég get ekki gert henni það að ala hana upp í þessu ástandi.“ Rowling segist ekki skammast sín á nokkurn hátt fyrir að hafa verið þunglynd. „Hvað ætti ég að skammast mín fyrir? Ég gekk í gegnum afar erfiða tíma og ég er mjög stolt af að hafa komist í gegnum þá.“

Elton John

Tónlistarmaðurinn reyndi eitt sinn að fyrirfara sér vegna angistarinnar sem greip hann vegna samkynhneigðar. Hann setti höfuðið í gasofn en vinur hans kom að honum og lífi hans var bjargað. Elton John fann síðan hamingjuna með eiginmanni sínum David Furnish og tveimur sonum.

Frank Sinatra

Stóran hluta ævinnar glímdi Sinatra við þunglyndi og reyndi nokkrum sinnum að svipta sig lífi. Upp úr 1950, þegar stjarna hans virtist vera fallandi, var hann á Times Square í New York og sá hrifningarfullar stúlkur bíða eftir að komast inn á tónleika með Eddie Fisher. Niðurbrotinn Sinatra fór heim og setti höfuð inn í gasofn. Umboðsmaður hans fann hann í tíma. Þegar hjónaband hans og leikkonunnar Övu Gardner var hvað stormasamast reyndi hann oftar en einu sinni að fyrirfara sér.

Halle Berry

Halle Berry gerði tilraun til að svipta sig lífi þegar hjónaband hennar og íþróttamannsins David Justice var komið í hundana. „Ég sat í bílnum mínum og vissi að útblásturinn væri um það bil að fylla bílinn þegar ég sá í huganum móður mína komandi að mér látinni,“ sagði hún. Berry snerist hugur og segir: „Í kjölfarið hét ég því að verða aldrei heigull.“

Sammy Davis Jr.

Árið 1958 var söngvarinn ástfanginn af leikkonunni Kim Novak sem var hvít. Mafían blandaði sér í málið og hótaði að stinga annað augað úr Davis og fótbrjóta hann ef hann sliti ekki sambandinu og auk þess var þess krafist að hann gengi í hjónaband með svartri konu. Davis giftist til málamynda svörtum dansara, Loray White. Hann drakk of mikið í brúðkaupsveislunni og heyrðist veina: „Af hverju get ég ekki verið með konunni sem ég elska!“ Davis varð ofurölvi og var komið í rúmið. Þegar vinur hans leit til hans kom hann að söngvaranum þar sem hann beindi hlaðinni byssu að höfði sér. Vinurinn afvopnaði Davis. Hjónabandinu var slitið nokkrum mánuðum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“

Sagðir neita að vinna með þeim umdeilda vegna heimilisofbeldis: Þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Getiði ímyndað ykkur?“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.