fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Mesti stjórnmálaáhuginn en minnsta traustið á Íslandi samkvæmt nýrri Norðurlandakönnun

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 28. ágúst 2019 12:15

Svíar vilja meiri samvinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða og þróun lýðræðis á Norðurlöndum er skoðuð í nýútkominni skýrslu er nefnist „Don´t worry, be happy – en tilstandsrapport for de nordiske demokratier“ Þar er til dæmis spurt hversu mikið traust íbúar Norðurlandanna beri til stofnana lýðræðisins og stjórnmálafólks og hversu lýðræðislega virkir Norðurlandabúar séu.  Niðurstöðurnar eru sagðar gleðiefni en einnig megi gera betur á ýmsum sviðum, samkvæmt tilkynningu frá Norrænu ráðherranefndinni.

Mesti stjórnmálaáhuginn á Íslandi

Hlutfall þeirra sem segjast hafa mikinn áhuga á stjórnmálum mældist mestur á Íslandi. Alls 30% karla og 20% kvenna sögðust hafa mikinn áhuga á stjórnmálum. Þá sögðust næstum einn af hverjum fjórum undir 30 ára aldri hafa mikinn áhuga á stjórnmálum, sem er það mesta á Norðurlönduum í þeim aldursflokki einnig.

Norðmenn reka lestina í stjórnmálaáhuga í yngri aldurshópnum, en um 65% kváðust lítinn áhuga hafa á þeim meðan aðeins 6.6 % sögðust hafa mikinn áhuga.

Í skýrslunni kemur fram að á heildina litið hafi þróunin verið jákvæð í norrænu ríkjunum á árunum 2002 til 2016. Áhugi norrænna borgara á stjórnmálum hefur aukist frá 55,1 prósenti í 62,6 prósent. Norðurlandabúar hafa meiri áhuga á stjórnmálum en íbúar Evrópu almennt og þrátt fyrir að dregið hafi úr kosningaþátttöku bæði á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu þá eru Norðurlandabúar duglegri þegar kemur að því að taka þátt í kosningum.

Á Norðurlöndum er kosningaþátttakan að meðaltali 80 prósent á móti 68 prósentum í Evrópu. Þrátt fyrir að svolítið hafi dregið úr trausti á stjórnmálageirann að meðaltali þá eru Norðurlöndin sögð standa vel í alþjóðlegum samanburði. Þá er neikvæð þróun sem greina má annars staðar í Evrópu ekki sögð eiga við um Norðurlönd.

Norðurlönd og Evrópusambandið

Norðurlandabúar bera umtalsvert meira traust til Evrópuþingsins en íbúar Evrópu almennt, samkvæmt skýrslunni. Í Evrópu segjast 30 prósent fólks bera mikið traust til Evrópuþingsins. Á Norðurlöndum svara 43 prósent fólks því til að það beri mikið traust til þess. Það er jákvæð aukning sem nemur heilum 26 prósentum frá árinu 2002.

Traust til Evópuþingsins er ekki sundurliðað eftir löndum í könnuninni og því ekki unnt að sjá hvernig það mælist á Íslandi sérstaklega.

Þróunin skoðuð

Norræna ráðherranefndin hefur borið saman rannsóknir sem gerðar hafa verið meðal íbúa Norðurlandanna á árunum 2002 til 2016. Alls 7000 íbúar Norðurlanda taka þátt í rannsókninni, þar af 880 á Íslandi, en stuðst er við mælingar ESS ( The European Social Survey).

Markmiðið með skýrslunni er að líta nánar á þróun áhuga borgaranna á stjórnmálum og pólitíska virkni þeirra. Í skýrslunni er einnig skoðað hversu mikið traust Norðurlandabúar bera til stjórnmálafólks og þjóðþinga sinna.

„Rannsóknin bendir til að þess áhugi fólks á stjórnmálum og traust til stjórnmálamanna og stofnana lýðræðisins sé áfram mikið á Norðurlöndum. Þessi stöðugleiki er sérstaklega áhugaverður í samanburði við vaxandi vantraust á stjórnmálageiranum sem við sjáum í öðrum heimshlutum,“

segir Christoffer Waldemarsson, höfundur skýrslunnar.

Úreltar tölur gefa skakka mynd

Í skýrslunni kemur fram að Noregur skeri sig úr sem það land þar sem fólk ber mest traust til þjóðþingsins meðan traustið á stjórnmálageirann mælist minnst á Íslandi, eða 48%, samkvæmt tölum frá árinu 2016. Árið 2004 báru 60% aðspurðra mikið traust til Alþingis hér á landi.

EInnig er spurt um traust til stjórnmálamanna. Þar sögðust 20% aðspurðra bera miðlungstraust til stjórnmálamanna, samkvæmt skýrslunni, með tölum frá 2016. Rúmlega 30% bára mikið traust til stjórnmálamanna en tæplega 50% eru sagðir bera lítið traust til stjórnmálamanna árið 2016.

Hinsvegar mældi Gallup traust landsmanna í garð ýmissa stofnana í mars á þessu ári, þar sem traust til Alþingis mældist um 18 prósent. Mældist borgarstjórn Reykjavíkur örlítið lægri. Var úrtakið svipað stórt og í mælingum norrænu könnunarinnar.

Í mælingu Gallup frá því í febrúar 2016 mældist traustið til Alþingis 17 prósent og því ljóst að niðurstöður skýrslunnar eru líklega nokkuð á skjön við raunveruleikann, að minnsta kosti á Íslandi, þar sem ekki er stuðst við nýjustu mælingar.

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“