fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025

„Sá sem er ábyrgur fyrir þessu veðri óskast handtekinn“

Lögreglan á Suðurnesjum lofar skilvísum finnanda pylsu og kók

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. maí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum er allt annað en sátt við hráslagalegt veður undanfarna daga enda gaf veðrið um síðustu helgi fyrirheit um sumar og sól. Embættið hefur því gripið til sinna ráða og hyggst hafa hendur í hári sökudólgsins.

Auglýsing sem birt var á fésbókarsíðu lögreglunnar fyrr í dag hefur vakið mikla kátínu en þar óskar lögreglan eftir því að handtaka þann aðila sem ber ábyrgð á veðrinu undanfarna daga.

„Sá sem finnur þann sem er ábyrgur fyrir þessu veðri skal færa kauða til lögreglunnar í flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ kemur fram í tilkynningunni og lofar lögreglan að sökudólginum verði vísað úr landi þegar í stað. Þá er skilvísum finnanda lofað pylsu og kók í fundarlaun.

Augljóst er að þessi óvenjulega auglýsing fellur vel í kramið hjá fylgjendum lögreglunnar á fésbókinni en í athugasemdum undir færslunni er slegið á létta strengi. Þannig játa nokkrir fylgjendur hiklaust á sig sökina á meðan aðrir benda á vini og kunningja og hvetja þá til að stíga fram og játa á sig „glæpinn.“

Einn netverji reynir að koma sökinni yfir á hinn landsþekkta veðurfræðing Sigurð Þ. Ragnarsson eða Sigga Storm og annar kveðst hafa gefið sig fram fyrir löngu. Óskar sá hinn sami eftir því að vera sendur til Kanaríeyja. Annar netverji er með nafn sökudólgsins á hreinu:

„Hún heitir Lægð og er frá Grænlandi. Svo er besti vinur hennar Kári sonur Kuldabola,þau standa þétt saman og mjög erfitt að handsama þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarna United setur húsið á sölu fyrir 650 milljónir – Er hann á förum?

Stjarna United setur húsið á sölu fyrir 650 milljónir – Er hann á förum?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri

Braut kynferðislega gegn börnum og veifaði kynfærunum á almannafæri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst

Diljá Mist fékk áskorun frá ungum stúlkum sem vildu lengri útivistartíma – Nú hefur þetta gerst
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford þarf að taka á sig verulega launalækkun í sumar

Rashford þarf að taka á sig verulega launalækkun í sumar