fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Bjarnheiði blöskraði á Menningarnótt: „Það var eitthvað sem argaði innan í mér“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 09:58

Bjarnheiður og Auður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi tónlistarmanninn Auður á Facebook-síðu sinni eftir að hafa séð hann syngja um vímuefni á Arnarhóli.

Lagið sem um ræðir heitir Freðinn. Lagið hefur fengið mikla spilun í bæði útvarpi og á streymisveitum en lagið hefur fengið yfir 500 þúsund spilanir á Spotify.

Bjarnheiður var ekki par sátt með það að Auður hafi sungið lagið á Arnarhóli þar sem það fjallar um að neyta vímuefna.

„Lagið sem ég sá hann syngja heitir „Freðinn“ og er víst hans stærsti „hittari“. Ég tek það fram að ég þekki ekkert til tónlistarmannsins eða hans sögu en það var eitthvað sem argaði innan í mér við að hlusta á textann sem hann söng. Þar er hann sem sagt „freðinn“ eða í dópvímu og túlkunin er þannig að það sé bara mjög eðlilegt ástand að vera í vímu. Fyrir börn, sem ég er viss um að hlusta á þennan tónlistarmann (13 ára sonur minn þekkti hann), gæti þetta virkað sem eftirsóknarvert, skemmtilegt og eðlilegt. Upphafning vímuástands. 

Bjarnheiður gagnrýnir það að lagið hafi verið spilað snemma kvölds á fjölskylduskemmtun sem var síðan að auki sjónvarpað beint á RÚV. Hún segir þetta óneitanlega gefa atriðinu vægi og „normalisera“ vímuefni.

„Því miður hafa alltof margir kynnst afleiðingum þess af því að vera reglulega „freðinn“ og óþarfi að fara nánar út það hér. Ég er mér líka fullmeðvituð um rit- og tjáningarfrelsi og ég veit vel að börn og unglingar hafa greiðan aðgang að hverju sem er á netinu . En í gær var þessi eflaust ágæti listamaður að syngja snemma kvölds á fjölskylduskemmtun, sem var sjónvarpað beint á RUV, sem óneitanlega gefur atriðinu vægi og „normaliserar“ það á vissan hátt.“

Bjarnheiður endar síðan færsluna sína á að spyrja hvort fólki finnist þetta almennt vera í lagi.

„Hvernig á að útskýra fyrir börnum að boðskapurinn sem þessi marglofaði og vinsæli listamaður flytur sé vondur? Hvernig samræmist þetta forvarnarstarfi? Eða finnst fólki þetta almennt bara allt í lagi?“

Í athugasemdum við færslu Bjarnheiðar taka margir undir þessar áhyggjur hennar. Þetta eru sögð vera  orð í tíma töluð hjá Heiðu og almennt eru þeir sem segja sína skoðun um málið sammála henni.

„Sammála þessum pistli. Hef heyrt lagið og hugsaði það sama. Afskaplega óviðeigandi að hampa honum á fjölskylduskemmtun sem að auki er sjónvarpað.“

Í annarri athugasemd við færsluna er talað um að setja takmarkanir á það hvaða lög eru flutt af tónlistarmönnum.

„Alveg sammála þessu. Það er varla mikið mál að setja takmarkanir á hvaða lög tónlistarmenn flytja.“

Hér fyrir neðan má lesa færslu Bjarnheiðar í heild sinni.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=10219441634892532&id=1262541577

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Í gær

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni

Íslenskir viðskiptavinir NOVIS varaðir við fjárhagslegu tjóni
Fréttir
Í gær

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“

Senda þriggja ára stúlku úr landi rétt fyrir lífsnauðsynlega aðgerð – „Mikil hætta er á að Emma verði alvarlega fötluð“