fbpx
Föstudagur 27.september 2024
Pressan

„Brostið hjarta“ varð eldri konu að bana eftir að innbrotsþjófar stálu mikilvægustu eign hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. ágúst 2019 07:45

Betty Munroe. Mynd: Lögreglan í Northampton.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seint að kvöldi 11. júní síðastliðins brutust þrír menn inn á heimili ekkjunnar Betty Munroe í Northampton á Englandi. Þeir komust inn um bakdyrnar með því að nota garðklippur. Þeir sögðu Betty að þeir væru lögreglumenn og væru komnir til að gera húsleit hjá henni.

Þeir stálu síðan veski hennar og greiðslukortum og gullskartgripum sem hún var með um hálsinn. Auk þess stálu þeir úri látins eiginmanns hennar en það var mikilvægasta eign hennar.

Þjófarnir létu sig síðan hverfa og hafa ekki fundist þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn lögreglunnar.

Í færslu á Facebook skrifaði lögreglan að Betty hafi verið illa brugðið eftir innbrotið:

„Heilsu Betty hrakaði hratt eftir þetta og hún var greind með áfallastreituröskun með síendurteknum martröðum, svefnvandamálum, ógleði og óviðráðanlegum skjálfta.“

Skrifaði lögreglan.

Betty var lögð inn á sjúkrahús með hjartavandamál og var greind með „takotsubo heilkennið“ sem er betur þekkt sem „brostið hjarta heilkennið“. Hún lést á miðvikudag í síðustu viku.

Simon Barnes, lögreglumaður, sagði í samtali við ITV að þetta væri eitt sorglegasta málið sem hann hefði komið að á ferli sínum og það sýni fólki hvaða áhrif innbrot geti haft á fórnarlömbin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju

Fyrrverandi klefafélagi hins grunaða í máli Madeleine McCann varpar sprengju
Pressan
Í gær

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli

Rússneskur hermaður baðst vægðar – Það sem gerðist næst hefur vakið athygli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir

Þegar tveir fíkniefnabarónar voru handteknir í Bandaríkjunum óttaðist fólk hið versta – Nú hefur það gengið eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni

20 árum eftir andlát hans opnaði hún hlöðuna hans loksins – Mögnuð sjón blasti við henni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið

Notaði ekki reiðhjólahjálm – Kostaði hann hálft höfuðið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi

Vísindamenn telja að goðsögnin um fimbulvetur eigi sér stoð í raunveruleikanum – Tengist Íslandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á

Sextán ára piltur var úti að hjóla þegar ógæfan bankaði upp á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi

Ísraelsmenn segja fólki að forða sér – árásir yfirvofandi