fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Davíð gerir grín að Guðlaugi Þór: „Enda málið á hans verksviði“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 26. ágúst 2019 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins um helgina, ritstjórinn Davíð Oddsson, fjallar meðal annars um væntanlega heimsókn varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hingað til lands í byrjun september.

Líkt og kunnugt er þá hefur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, snúist hugur með að vera fjarverandi meðan á heimsókn hans stendur yfir, líkt og hún var harðlega gagnrýnd fyrir, bæði af samherjum og mótherjum í pólitík. Það fer þó allt eftir því hvort Pence vilji framlengja heimsókn sína.

Davíð spyr hvort þessi ákvörðun Katrínar hafi verið borin undir ríkisstjórnina, eða Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, en heimsókn Pence er á vegum utanríkisráðuneytisins:

„En þá er það spurningin: Samþykktu ráðherrar hinna stjórnarflokkanna í ríkisstjórninni þessa einstæðu forgangsröðun forsætisráðherrans? Þá eru allir spurðir nema utanríkisráðherrann, sem hefur þegar tekið fram í viðtali við Morgunblaðið að hann hafi ekki vitað neitt um málið. Enda málið á hans verksviði. En hinir?“

Þarna virðist Davíð gefa í skyn að Guðlaugur Þór sé almennt illa upplýstur, eða sé af einhverri ástæðu ekki hafður með í ráðum í málinu.

Öfug Keflavíkurganga

Davíð grínast einnig með heimsókn Pence er hann segir:

„En nú hefur Katrín forsætisráðherra sagt að hún sé eftir allt saman tilbúin að tala við Pence varaforseta ef hann „framlengi heimsókn sína“. Kannski er reynandi að bjarga þessum vandræðagangi ríkisstjórnarinnar með því að koma varaforsetanum fyrir á háalofti í Keflavík, svo að forsætisráðherrann geti með fylktu liði, rauðum fánum, lúðrablæstri og söng, farið þangað í öfugri keflavíkurgöngu á hans fund. Það hafa sprottið fram illagróin hælsæri af minna tilefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“

Gefur lítið fyrir orðljóta gagnrýni minnihlutans í tengslum við lækkun launa kjörinna fulltrúa – „Útúrsnúningur og pólitískt leikrit af þeirra hálfu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna

Haraldur Ólafsson skrifar: Innlimun í Evrópusambandið dregur úr öryggi landsmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi

Steinunn Ólína skrifar: Þjóðarátak í ofbeldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“

„Við höfum ekki áhuga á útlendingamálum eða að leysa vandamálin á Íslandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?

Svarthöfði skrifar: Skilningslaus ríkisstjórn – hver á núna að halda uppi húsnæðisverði á Íslandi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““