fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Gríðarlegur verðmunur á Reyka vodka á Íslandi og í Bandaríkjunum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 16:00

Nú má skála í Súdan. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengisverð á Íslandi þykir hátt á heimsmælikvarða og samkvæmt úttektum hefur bjórglasið hér hefur verið með því dýrasta í heimi undanfarin ár.

Það svíður eflaust mörgum í augu að sjá íslenskt Reyka vodka á spottprís í Bandaríkjum Norður- Ameríku, meðan hér á landi þarf að punga út töluverðri upphæð fyrir samskonar magn.

Eyjunni barst ábending með mynd af 750 millilítra Reyka flösku, sem var til sölu í áfengisbúð í Kaliforníuríki. Kostar hún þar 19 dollara á tilboðsverði, sem eru 2370 íslenskar krónur.

Í Vínbúðum ÁTVR er ekki boðið upp á 750 millilítra flösku, en þar kostar hinsvegar 700 millilítra flaska 6,700 krónur, en lítraverðið er 9,570 kr.

Verðmunurinn er því 4330 krónur og má því kaupa næstum þrjár flöskur ytra, fyrir verð einnar á Íslandi.

Þess má geta að áfengisgjaldið hækkaði í byrjun árs og er nú rúmar 151 krónur á hvern sentilítra af sterku áfengi.

Áfengisgjald (kr./cl.) Gjald áður Gjald nú
Bjór 119,60 122,60
Léttvín 108,95 111,65
Sterkt vín 147,40 151,10

Af gefnu tilefni skal tekið fram að samkvæmt nýjustu rannsóknum er öll neysla áfengis ekki bara skaðleg heilsunni, heldur lífshættuleg.

Sjá nánar: Öll áfengisneysla sögð lífshættuleg samkvæmt viðamikilli rannsókn:„Við þurfum að horfast í augu við það að áfengisneysla er dauðans alvara“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á