Virgil van Djik, varnarmaður Liverpool ætlar sér ekki að vera í sviðsljósinu þegar ferlinum lýkur. Hann segir að þetta taki á.
Hann vill ekki vera sérfræðingur í sjónvarpi eða vera í þjálfun, hann segir að sviðsljósið taki á.
,,Þetta getur verið grimmur heimur, það eru margir sem hafa skoðun. Það hefur áhrif á þig, þú vilt frekar sleppa þessu,“ sagði Van Dijk.
,,Ég verð í fótbolta, ég verð ekki sérfræðingur í sjónvarpi. Þá þarf ég að hafa skoðun og segja eitthvað sem ég vil kannski ekki segja.“
,,Ég hef gott auga fyrir því að sjá hæfileika, kannski verð ég í þannig starfi bak við tjöldin.“