fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Patrekur Jaime: „Ég var mjög lengi að fatta að ég væri samkynhneigður“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 25. ágúst 2019 20:00

Patrekur Jaime. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Patrekur Jaime nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Patrekur er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókuss og ræðir um æskuna, kynhneigð, orðróm, andlega heilsu og samfélagsmiðla.

Kom fyrst út sem tvíkynhneigður

Patrekur segist aldrei hafa komið beint út sem samkynhneigður, en hann hafi fyrst komið út sem tvíkynhneigður þegar hann var unglingur.

„Ég sagði fólki að ég væri tvíkynhneigður þegar ég var fimmtán ára og var enn að átta mig á hlutunum. Í tíunda bekk í grunnskóla var ég hrifinn af einhverjum strák og það fréttist, en það sagði enginn neitt við því, því ég var krakki með stæla,“ segir Patrekur.

Hann segist ekki tengja við upplifun sumra samkynhneigðra vina sína, sem vissu kynhneigð sína á barnsaldri. „Ég var alveg mjög lengi að fatta að ég væri samkynhneigður,“ segir Patrekur.

https://www.instagram.com/p/ByYbWocgfsG/

Einhleypur en samt ekki

Patrekur segist vera einhleypur, en er með augun á einum ákveðnum sem hann er að hitta.

Að vera áberandi persónuleiki á samfélagsmiðlum hefur reynst fyrri samböndum Patreks erfitt.

„Það er ógeðslega erfitt. Ég er oftast að deita einhvern og segi engum frá því, því mér finnst það eyðileggja alltaf eitthvað þegar það kemst í ljós,“ segir Patrekur.

„Ég er líka svo mikið með strákum sem eru ekki komnir út [úr skápnum], þegar ég hugsa til baka þá eru þetta alltaf gaurar sem eru ekki komnir út og það er alltaf enn þá erfiðara að vera að fela að manneskjan sé hommi og svo að hún sé að deita mig. Það er erfitt.“

Þú getur horft á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan eða hlustað á þáttinn á Spotify, Podcast, iTunes og öðrum hlaðvarpsrásum.

Föstudagsþátturinn Fókus: Patrekur Jaime – 23.08.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“