Samkvæmt enska götublaðinu Mirror eru leikmenn Manchester United margir ósáttir með launalækkun sem þeir fá á þessu tímabili.
Flestir leikmenn United lækka um 25 prósent í launum vegna þess að liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina.
Að komast ekki í Meistaradeildina er fjárhagslegt tjón og því eru allir nýir samningar með þessari klásúlu. Þessi klásúla er sögð ástæða þess að David De Gea hafi ekki krotað undir nýjan samning.
Þannig lækka laun Alexis Sanchez um rúm 90 þúsund pund á viku, um 14 milljónir íslenskra króna. Paul Pogba lækkar um 70 þúsund pund á viku og fleira í þeim dúr.
Með þessari klásúlu verður höggið að komast ekki í Meistaradeildina minna fyrir United.