Manchester United seldi Romelu Lukaku framherjann til Inter. Ítalska félagið borgaði 75 milljónir punda fyrir kauða.
Ensk blöð segja í dag að Ole Gunnar Solskjær, fái alla þessa fjármuni í janúar. Til að styrkja liðið.
Solskjær eyddi 150 milljónum punda í leikmenn í sumar, hann styrkti varnarlínuna mest. Miðsvæði United vantar hins vegar meiri breidd. Þá má liðið illa við meiðslum í sóknarlínunni.
Lukaku var ekki í plönum Ole Gunnar Solskjær en hann var seldur á lokadegi félagaskiptagluggans. United gat því ekki fyllt skarð hans.