fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Patrekur Jaime lifir á tekjum frá samfélagsmiðlum: „Ég þarf alveg að geta lifað lúxuslífinu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 26. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Patrekur Jaime nýtur mikilla vinsælda á Instagram. Hann lýsir sér sjálfum sem nítján ára, samkynhneigðum strák á Íslandi sem fór út í samfélagsmiðla. Patrekur er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókuss og ræðir um æskuna, kynhneigð, orðróm, andlega heilsu og samfélagsmiðla.

Patrekur Jaime.
Mynd: Instagram @patrekurjaime

Patrekur ólst upp á Akureyri og segir okkur frá því hvernig hann var í æsku.

„Ég var ekkert besti krakkinn, ég var alveg með stæla. Ég hef alltaf verið með stæla. Ég veit ekki af hverju. Ég var samt mjög góður í skóla og er enn þá mjög „bókaklár“.“

Eftir grunnskóla lá leiðin í Menntaskólann á Akureyri.

„Ég byrjaði á þessum tíma að snappa eitthvað smá, og fékk ógeðslega mikla athygli á stuttum tíma. Það var alltaf verið að bjóða mér að taka þátt í verkefnum og á einhverja viðburði í Reykjavík, þannig að ég hætti á miðri annarri önn í MA og flutti suður,“ segir Patrekur.

Þá var hann nýorðinn sautján ára og þá naut samfélagsmiðillinn Snapchat alveg gríðarlega vinsælda hér á landi. Sumarið 2017 var Patrekur með um fjórtán þúsund daglega áhorfendur á miðlinum. Í dag hafa fjölmargir áhrifavaldar sagt skilið við Snapchat og fært sig yfir á Instagram, eða eru á báðum miðlum. Patrekur er enn þá með opið Snapchat en notar mestmegnis Instagram.

„Mér fannst ég smá neyddur til þess að færa mig yfir á Instagram. Ég fílaði Snapchat alltaf miklu meira, mér fannst ég vera nær fylgjendum mínum og miklu opnari einhvern veginn. Á Instagram þá finnst ég vera að setja miklu meiri skvísustimpil á allt.“

Patrekur Jaime.
Mynd: Instagram @patrekurjaime

Kom fyrst út sem tvíkynhneigður

Patrekur segist aldrei hafa komið beint út sem samkynhneigður, en hann hafi fyrst komið út sem tvíkynhneigður þegar hann var unglingur.

„Ég sagði fólki að ég væri tvíkynhneigður þegar ég var fimmtán ára og var enn að átta mig á hlutunum. Í tíunda bekk í grunnskóla var ég hrifinn af einhverjum strák og það fréttist, en það sagði enginn neitt við því, því ég var krakki með stæla,“ segir Patrekur.

Hann segist ekki tengja við upplifun sumra samkynhneigðra vina sína, sem vissu kynhneigð sína á barnsaldri. „Ég var alveg mjög lengi að fatta að ég væri samkynhneigður,“ segir Patrekur.

Mynd: Eyþór Árnason

Sögusagnir um dópneyslu

Það getur tekið á að vera áberandi á samfélagsmiðlum og kljást við athyglina sem því fylgir. Sögusagnir eru Patreki kunnugar og allra helst sá orðrómur að hann sé í dópneyslu.

„Þetta byrjaði í MA, þá heyrði ég það fyrst, að ég væri í spíttneyslu. Ég hef aldrei tekið spítt og hræðist fíkniefni. Ég hef viðurkennt það og ég reyki alveg gras af og til, mér finnst það smá eins og að drekka. Ég fíla það meira en að drekka. Ég var orðin svo mikil djammskvísa á tímabili, þar sem ég var alltaf að drekka allar helgar, djammaði allar helgar, þetta var orðið að rútínu með vinahópnum. Ég nennti því ekki lengur og byrjaði að reykja gras af og til í stað þess að fara niður í bæ og drekka. Mér finnst það miklu meira næs, en fólk fór þá að ýkja eins og ég væri í einhverjum skelfilegum fíkniefnum,“ segir Patrekur.

„Orðrómurinn var orðinn mjög grófur á tímabili. Mamma heyrði af þessu og fjölskylda mín líka. Þá hugsaði ég að þetta væri orðið slæmt ef fjölskylda mín væri að heyra að ég væri í spíttneyslu.“

Patrekur Jaime.
Mynd: Instagram @patrekurjaime

Skrýtnasti orðrómurinn

Aðspurður hver sé skrýtnasti orðrómurinn sem hann hafi heyrt um sig, segir Patrekur það vera orðróminn um að hann væri í raun og veru ekki samkynhneigður.

„Það var alveg orðrómur í smá tíma,“ segir Patrekur og bætir við að hann viti ekki enn í dag á hverju þessi orðrómur byggðist.

„Ég vissi ekki hvað ég átti að segja af því að ég er svo ógeðslega „gay“ að það meikar engan sens. Ég var alveg; hvað meinar fólk! Ég er svo ógeðslega kvenlegur hommi, ég mála mig og geng í kvenmannsfötum. Ef mér finnst ég „hot“ í þeim þá fer ég í þau.“

Patrekur Jaime.
Mynd: Instagram @patrekurjaime

Fáklæddur á Instagram

Aðspurður hvað sé það mest „sjokkerandi“ sem hann hefur gert á sínum miðli, verða myndir af honum fáklæddum Patreki efst í huga.

„Fólk er alltaf hissa en svo er það líka svona: „Slay.“ Þetta er svo mikið ég. Fyrsta svona myndin sem ég deildi var ég í bæði nærbuxum og bol og mér fannst þetta ekki það tæpt, en það voru alveg 50 þúsund „impress“ á henni og alveg 1.500 „likes“, og ég var þá ekki vanur að fá yfir þúsund „likes“. Eftir það pósta ég af og til tæpri mynd, fólk kemur þá alltaf til með að hneykslast smá.“

Einhleypur en samt ekki

Patrekur segist vera einhleypur, en er með augun á einum ákveðnum sem hann er að hitta.

Að vera áberandi persónuleiki á samfélagsmiðlum hefur reynst fyrri samböndum Patreks erfitt.

„Það er ógeðslega erfitt. Ég er oftast að deita einhvern og segi engum frá því, því mér finnst það eyðileggja alltaf eitthvað þegar það kemst í ljós,“ segir Patrekur.

„Ég er líka svo mikið með strákum sem eru ekki komnir út [úr skápnum], þegar ég hugsa til baka þá eru þetta alltaf gaurar sem eru ekki komnir út og það er alltaf enn þá erfiðara að vera að fela að manneskjan sé hommi og svo að hún sé að deita mig. Það er erfitt.“

Patrekur Jaime.
Mynd: Instagram @patrekurjaime

Lifir á tekjunum frá samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlar eru fullt starf fyrir Patrek og segir hann það fara eftir hverjum mánuði fyrir sig hvað hann þéni mikið.

„Það er svo misjafnt, það er það sem er svona óþægilegt við þetta. Þú veist aldrei hvað þú ert að fá,“ segir Patrekur.

Þó svo að hann vilji ekki gefa okkur upp upphæð þá segir hann að tekjurnar séu nær nokkrum hundruðum þúsunda en ekki tugum þúsunda.

 „Ég þarf alveg að geta lifað lúxuslífinu,“ segir Patrekur.

Mynd: Eyþór Árnason

Varafyllingar

Eitt af því sem fylgir lúxuslífi Patreks eru varafyllingar. Hann fékk fyrstu fyllingarnar daginn eftir átján ára afmælið sitt.

Í lok síðasta árs fór Patrekur einu sinni í mánuði í þrjá mánuði í varafyllingar.

„Það var þegar þær urðu alveg vel stórar,“ segir hann og vísar í mynd sem hann deildi á Instagram og skrifaði með henni: „Lips bigger than your future“, eða „varir stærri en framtíð þín“.

„Allt sem ég geri, það kemur alltaf einhvern veginn skandall út úr því og mér finnst alveg smá gaman af því að flippa í fólki, fólk þarf aðeins að slaka á,“ segir Patrekur.

Fyrir utan að hafa fengið varafyllingar hefur Patrekur látið laga á sér eyrun, en hann segir þau hafa verið mjög útstæð áður. Hann langar að láta gera meira. „Mig langar að fá mér fyllingar í kinnbeinin og nefið,“ segir hann.

Patrekur Jaime.
„Varir stærri en framtíð þín,“ skrifaði Patrekur með þessari mynd á Instagram.
Mynd: Instagram @patrekurjaime

Greindist með þunglyndi í byrjun árs

Patrekur Jaime tók sér hlé frá samfélagsmiðlum í byrjun árs til að huga að andlegri heilsu sinni. Hann greindist með þunglyndi og byrjaði í kjölfarið á lyfjum sem tók tvo mánuði að byrja að virka almennilega.

Hann segist hafa þurft að útskýra fjarveru sína fyrir fylgjendum, en á sama tíma voru sögusagnir um meinta fíkniefnaneyslu hans í fullum gangi og fjarvera hans gaf þeim órðrómi byr í seglinn.

„Í dag líður mér alveg ótrúlega vel. Ég er mjög hamingjusamur,“ segir Patrekur.

Þú getur horft á viðtalið við Patrek Jaime í heild sinni á DV.is eða hlustað á það á Spotify, Podcast, iTunes og öðrum hlaðvarpsrásum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“