fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Ert þú að flytjast til Bretlands? Þetta þarftu að vita um Brexit-áhrifin

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 10:33

Áhrifa Brexit mun gæta hér á landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í tilefni frétta í breskum fjölmiðlum í vikunni um að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu vill sendiráð Íslands í London árétta að samkvæmt upplýsingum frá breska innanríkisráðuneytinu á það ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Að sama skapi hafa bresk yfirvöld staðfest í fjölmiðlum að fréttir um að ríkisborgarar frá ríkjum innan EES þurfi að greiða fyrir þjónustu í breska heilbrigðiskerfinu (NHS) eftir Brexit eigi ekki við þá sem flytja til Bretlands fyrir 31. október á þessu ári.“

Svo segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Sendiherra Íslands í London, Stefán Haukur Jóhannesson, segir það sérstakt áhyggjuefni hversu fáir íslenskir ríkisborgar hafa sótt um svokallaðan Settled Status en hingað til hafa eingöngu borist um 200 umsóknir frá Íslendingum:

„Við mælum eindregið með því að fólk sæki um sem allra fyrst þar sem óvissa ríkir enn um útfærslu á útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þó að samningar hafi náðst við bresk stjórnvöld um réttindi borgara eftir Brexit þá þurfa allir sem hér dvelja og hyggjast gera svo áfram að hafa réttindi til búsetu, þ.e. settled status eða pre-settled status.“

Eftir sem áður er tímafrestur til að skila inn umsókn til 31. desember 2020 en Stefán Haukur segir sendiráðið vilja beina því til Íslendinga í Bretlandi að draga það ekki of lengi að sækja um. Þar sem farið er handvirkt yfir hverja umsókn sem berst má við því búast við afgreiðslutími lengist þegar nær dregur vegna aukins fjölda umsókna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“