Björn Óli Hauksson tilkynnti það í apríl á þessu ári að hann væri hættur sem forstjóri Isavia. Því starfi hafði hann sinnt í rúman áratug. Áður en hann réð sig til Isavia hafði hann unnið í Kósóvó síðan árið 2000 og var forstjóri Pristina International Airport J.S.C. Þá setti hann einnig á laggirnar flugmálastjórn Sameinuðu þjóðanna. Laun Björns hafa áður verið á milli tannanna á fólki, en Kjarninn sagði frá því í mars á þessu ári að laun hans hefðu hækkað um rúm 43 prósent síðan ákvörðun launa var færð frá kjararáði árið 2017 til stjórnar fyrirtækisins.
Laun: 2.507.082 kr.