fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Björk undir meðallaunum: „Ég hef sennilega ekki þénað krónu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 10:07

Björk Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sennilega frægasti núlifandi Íslendingurinn, Björk Guðmundsdóttir, er ekki með ýkja há laun ef marka má upplýsingar frá Ríkisskattstjóra. Samkvæmt því er Björk með laun undir meðaltali á Íslandi. Í fyrra voru heildarlaun að meðaltali 706 þúsund krónur á Íslandi.

Seint verður þó sagt að Björk lepji dauðann úr skel en laun hennar voru tæplega 700 þúsund í fyrra. Athygli vekur að miðað við hlustun á tónlist hennar á Spotify þá ætti hún að þéna tugi milljóna einungis frá því fyrirtæki.

Í viðtali við New York Times fyrr á þessu ári greindi Björk frá því að hún hafi líklega ekkert þénað síðustu 20 ár. „Ég á nokkur hús og bústað upp í fjöllum. Ég hef það allt í lagi. En ég hef sennilega ekki þénað krónu síðustu, ég veit ekki, tuttugu ár. Það fer allt aftur í vinnuna mína og mér líkar það,“ sagði Björk.

Mánaðarlaun 2018: 656.042 Kr.

Laun Bjarkar og yfir tvö þúsund annarra Íslendinga má sjá í tekjublaði DV sem kemur út miðvikudaginn 21. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“